Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kjarnafæði Norðlenska kaupir af Fjallalambi og Vopnfirðingum
Fréttir 9. september 2022

Kjarnafæði Norðlenska kaupir af Fjallalambi og Vopnfirðingum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýlega bárust fréttir af því að Kjarnafæði Norðlenska hefði gert samninga við Fjallalamb og Sláturfélag Vopnfirðinga um kaup á umtalsverðu magni af kindakjöti af þeim í yfirstandandi sláturtíð.

Ágúst Torfi Hauksson

Ágúst Torfi Hauksson, forstjóri Kjarnafæðis Norðlenska, segir að fyrirtækið hafi reyndar um árabil keypt kjöt af Sláturfélagi Vopnfirðinga. Hann samsinnir því að hugmyndin sé að tryggja nægt magn hráefnis til að hægt sé að halda öllum framleiðslukerfum gangandi sem rekin eru undir móðurfélaginu Kjarnafæði Norðlenska hf.

Ekki sé þó hægt að nefna magntölur í þessu samhengi því það sé alltaf ákveðin óvissa um heildarmagn af innlögðu kjöti inn í þessi sláturhús. Bændur séu frjálsir í þessum viðskiptum og dæmi séu um að þeir færi innlegg sitt á milli sláturleyfishafa í stórum stíl.

Svipaður starfsmannafjöldi sláturhúsa

Vegna þess að nú horfir til þess að talsvert færri gripir muni koma til slátrunar í yfirstandandi sláturtíð, er Ágúst spurður um hvort einhverjar breytingar séu fyrirséðar á umfanginu hjá sláturhúsunum – til dæmis starfsmannafjölda. „Ekki núna, þetta verður ekki svo mikil breyting á milli ára. En til framtíðar, ef áframhaldandi fækkun sláturgripa verður, mun þetta þróast þannig hjá flestum, held ég, að það verði horft til þess að nýta mannskapinn og húsin sem best.

Það er því nauðsynlegt að horfa til aukinnar hagræðingar í sauðfjárslátrun og reyndar slátrun almennt með auknum heimildum til samstarfs og verkaskiptingar þannig að unnt verði að lækka sláturkostnað og nýta fjárfestingu betur en nú er mögulegt.

Varðandi þróun framleiðslu næstu ár vitum við hins vegar lítið hvað mun gerast fyrr en það birtast ásetningstölur, hversu margar vetrarfóðraðar ær verða í landinu,“ segir Ágúst.

Hann segir að fyrir utan þessa fækkun sláturgripa nú í haust, megi gera ráð fyrir beinum veðurfarslegum áhrifum síðasta sumars á kindakjötsframleiðsluna. „Í það minnsta á okkar svæði hér á Norður- og Norðausturlandi. Ólíkt sumrinu 2021, þá var sumarið núna kalt og blautt, sem mun líklega hafa áhrif á meðalþunga dilka – og þannig heildarmagn lambakjöts.

Í raun og veru er best að spyrja að leikslokum og þau eru í endaðan október.“

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...