Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis. Myndir / MÞÞ
Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis. Myndir / MÞÞ
Fréttir 23. ágúst 2018

Kjarnafæði og Norðlenska hefja viðræður um samruna

Höfundur: Margrét Þ. Þórsdóttir

Tvö af stærstu matvæla­fram­leiðslu­fyrirtækjum á Norðurlandi, Norð­lenska og Kjarnafæði hafa komist að samkomulagi um að hefja viðræður um samruna félag­anna. Viðræður eru með fyrirvara um gerð áreiðan­leika­k­annana, samþykki Sam­keppnis­­eftirlits og samþykki hluthafafundar Bú­sældar, eigenda Norðlenska.

Betur í stakk búin sameinuð

Eigendur félaganna tveggja, Kjarnafæðis og Norðlenska, meta stöðuna á þann veg að sameinað félag sé betur í stakk búið að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, gæðaþjónustu á góðu verði. Verði af fyrirhuguðum samruna verður til öflugt félag í íslenskri matvælaframleiðslu sem að baki sér hafi sterk og vel þekkt vörumerki. Um 320 ársverk eru unnin hjá félögunum tveimur, m.a. á Akureyri, Svalbarðseyri, Húsavík og Höfn í Hornafirði.

Um 190 starfsmenn hjá Norð­lenska og um 130 hjá Kjarnafæði

Norðlenska varð til alda­móta­­árið 2000 með samruna Kjö­tiðnaðar­stöðvar KEA og Kjötiðunnar Húsavík og bætti við sig ári síðar þremur kjötvinnslum Goða. Eigandi Norðlenska er Búsæld, félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi, en að baki Búsældar standa um 500 bændur á þessum svæðum. Um 190 ársverk eru unnin hjá félaginu. Stórgripasláturhús og kjötvinnsla er á Akureyri, á Húsavík fer fram sauðfjárslátrun og kjötvinnsla fyrir sauðfjárafurðir og þá er rekið sláturhús á Höfn í Hornafirði auk þess sem söluskrifstofa er starfrækt í Reykjavík. 

Hjá Kjarnafæði starfa um 130 manns og eru höfuðstöðvar þess á Svalbarðseyri þar sem starfsemi þess fer að mestu fram. Til viðbótar á Kjarnafæði SAH-Afurðir á Blönduósi, tók við rekstri þess árið 2016, en hann hafði þá verið fyrri eigendum sínum þungur í skauti um árabil. Kjarnafæði hafði frá árinu 2005 átt liðlega þriðjungshlut í SAH-Afurðum á Blönduósi. Kjarnafæði á einnig 34% hlut í Sláturfélagi Vopnfirðinga þar sem rekið er sauðfjársláturhús.

Erfitt rekstrarumhverfi

Fimm sláturleyfishafar á norðanverðu landinu, Kjarnafæði, SAH-Afurðir, Norðlenska, Fjallalamb og Sláturfélag Vopnafjarðar, sem Kjarnafæði á ríflega 30% hlut í hafa tapað umtalsverðum fjármunum undangengin ár, samanlagt tap þeirra nam á bilinu 800 til 900 milljónir króna, að því er fram kom hjá Eiði Gunnlaugssyni í Bændablaðinu í ágúst í fyrra. 

„Það segir sig sjálft að þetta gengur ekki lengur, það verður að taka á málinu fyrr en seinna,“ sagði Eiður á þeim tíma.

Rekstrarumhverfi kjötafurða­stöðva hefur verið erfitt síðustu ár líkt og fjallað hefur verið um í Bændablaðinu og kemur skýrt fram í nýútkominni úttekt á afurðastöðvum sem KPMG vann fyrir atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið.

Ítrekað hefur komið fram í máli stjórnenda beggja félaganna að staðan sé afar þröng hjá fyrirtækjum sem sækja tekjur sínar eingöngu, eða að stórum hluta, í sölu á innlendum kjöt­vörum. 

Með þekkt vörumerki innanborðs

Verði samruninn að veruleika verður sameinað fyrirtæki með sterka flóru vörumerkja á innlendum markaði fyrir kjötafurðir.

Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Myndir / MÞÞ.

Helstu vörumerki Norðlenska eru Norðlenska, Goði, Húsavíkur­hangikjöt, KEA og Bautabúrið og helsta vörumerki Kjarnafæðis er Kjarnafæði. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...