Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kjarnfóður lækkar í verði
Fréttir 2. mars 2016

Kjarnfóður lækkar í verði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ljósi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðs gengis hefur kjarnfóður lækkað í verði verði hjá sumum fyrirtækjum.

Fóðurblandan ákveðið að lækka verð á öllu kjarnfóðri. Lækkunin nemur um 4% misjafnt eftir tegundum og tók gildi í dag 1. mars. Uppfærða verðskrá má finna á vef Fóðurblöndunnar, www.fodur.is.

Lífland hefur einnig lækka verð á kjarnfóðri um 4%. Um leið mun verð á helstu hráefnum lækka, mismikið eftir tegundum. Í tilkynningu frá líflandi segir að lækkanirnar séu í samræmi við gengisþróun og lækkun á hráefnaverði á heimsmarkaði. Nýjan og uppfærðan kjarnfóðurverðlista má finna á heimasíðu Líflands, www.lifland.is/.

Bústólpi  hefur  lækkar verð á öllu kjarnfóðri um 4%. Nokkrar tegundir lækka þó enn meir eða 4,5 til 5%. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að lækkunin sé tilkomin vegna áframhaldandi lækkana á heimsmarkaðsverði korns og hagstæðs gengis krónunnar. Lækkunin tekur einnig tillit til hagstæðara verðs á korni sem er á leið til landsins og munu bændur því njóta þess strax. 
 

Sláturfélag Suðurlands hefur einnig lækkað verð á kúafóðri um 4%. Lækkunin tók gildi 1. mars 2016.

Skylt efni: Kjarnfóður | verðlækkun

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...