Kjarnfóður lækkar í verði
Í ljósi lækkunar á heimsmarkaðsverði hráefna og hagstæðs gengis hefur kjarnfóður lækkað í verði verði hjá sumum fyrirtækjum.
Fóðurblandan ákveðið að lækka verð á öllu kjarnfóðri. Lækkunin nemur um 4% misjafnt eftir tegundum og tók gildi í dag 1. mars. Uppfærða verðskrá má finna á vef Fóðurblöndunnar, www.fodur.is.
Lífland hefur einnig lækka verð á kjarnfóðri um 4%. Um leið mun verð á helstu hráefnum lækka, mismikið eftir tegundum. Í tilkynningu frá líflandi segir að lækkanirnar séu í samræmi við gengisþróun og lækkun á hráefnaverði á heimsmarkaði. Nýjan og uppfærðan kjarnfóðurverðlista má finna á heimasíðu Líflands, www.lifland.is/.
Bústólpi hefur lækkar verð á öllu kjarnfóðri um 4%. Nokkrar tegundir lækka þó enn meir eða 4,5 til 5%. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að lækkunin sé tilkomin vegna áframhaldandi lækkana á heimsmarkaðsverði korns og hagstæðs gengis krónunnar. Lækkunin tekur einnig tillit til hagstæðara verðs á korni sem er á leið til landsins og munu bændur því njóta þess strax.
Sláturfélag Suðurlands hefur einnig lækkað verð á kúafóðri um 4%. Lækkunin tók gildi 1. mars 2016.