Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.
Mynd / H.Kr.
Fréttir 24. mars 2023

Kjötskortur, hvað?

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sé horft til ásetningsfjölda gripa á landinu er fyrirsjáanlegt að framboð á kjöti verður minna en neysla hér heima í náinni framtíð. „Nauðsynlegt er fyrir afurðastöðvar að horfa til framtíðar svo bændur geti gert áætlanir um framleiðslu, ekki bara á morgun heldur til lengri framtíðar,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Gunnar segir ástæðu þess að framboð verði ekki til að fullnægja innanlandsmarkaðinum minni ásetning gripa. Nýverið var haft eftir Steinþóri Skúlasyni, forstjóra Sláturfélags Suðurlands, að miðað við kjötframleiðslu í landinu stefni í skort á íslensku svína-, nauta- og kindakjöti á næstu árum.

Gunnar segir að slíkt sé ekki sýnilegt þar sem heimildir til innflutnings eru umtalsverðar. „Það er aftur á móti umhugsunarvert af hverju afurðaverð hafi ekki haldið í við kostnaðarauka við frumframleiðslu hér á landi. Í framleiðslu er nauðsynlegt að hafa skýra framtíðarsýn og áætlanir um hvað markaðurinn þarf annars vegar og verð til framleiðenda hins vegar.

Það er ekki langt síðan að afurðageirinn var með skilaboð til framleiðenda að draga úr framleiðslu þar sem vitnað var til að um verulega birgðasöfnun væri að ræða og nauðsynlegt að draga úr framleiðslu, þetta var nefnt í frétt frá janúar 2021. En á grunni nautakjöts tekur rúm tvö ár að ala naut til slátrunar.

Nauðsynlegt er fyrir afurðastöðvar að horfa til framtíðar svo bændur geti gert áætlanir um framleiðslu, ekki bara á morgun heldur til lengri framtíðar. Stöndum vörð um okkar framleiðslu á grundvelli fæðuöryggis til lengri tíma og heilnæmar landbúnaðarvörur.“

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...