Kolefnisjöfnun búskapar
Búnaðarþing 2016 hefur samþykkt ályktun þar sem segir að unnið verði að því að draga úr áhrifum kolefnislosunar við landbúnað.
Gera þarf útreikning á kolefnislosun landbúnaðar og áætlun um hvað þarf til þess að kolefnisjafna búskapinn. Skoði möguleika á kolefnisjöfnun.
Stjórn BÍ í samvinnu við stjórn LSE fylgi málinu eftir.
Í greinagerð með ályktuninni segir: Við eigum aðeins eina jörð og mikilvægt er að allri beri ábyrgð í loftlagsmálum. Skógrækt er viðurkennd mótvægisaðgerð gegn uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. Margir bændur eiga land sem ekki nýtist við búskapinn og gæti hentað vel til skógræktar. Með því að vinna áætlun um skógrækt á landi sínu eða í samvinnu við aðra landeigendur og framfylgja henni skapast möguleiki á sjálfbærni í búskapnum og ímynd bændastéttarinnar verður jákvæðari.