Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áslaug Sveinbjarnardóttir, garðyrkjubóndi að Espiflöt, var önnum kafin við frágang á blómvöndum fyrir konudaginn sl. sunnudag. Konudagur markar upphaf góu líkt og bóndadagur er fyrsti dagur þorra, samkvæmt okkar gamla norræna tímatali.
Áslaug Sveinbjarnardóttir, garðyrkjubóndi að Espiflöt, var önnum kafin við frágang á blómvöndum fyrir konudaginn sl. sunnudag. Konudagur markar upphaf góu líkt og bóndadagur er fyrsti dagur þorra, samkvæmt okkar gamla norræna tímatali.
Fréttir 22. febrúar 2018

Konudagurinn er stærsti blómasöludagur ársins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Konudagur er fyrsti dagur góu og þann dag fagna landsmenn ástinni, vaxandi birtu og vorinngangi. Orðið konudagur varð fyrst algengt á 20. öld. Hefð hefur skapast fyrir því að karlmenn færi ástinni sinni blóm á konudaginn.

Sveinn Sæland, garðyrkjubóndi að Espiflöt, segir að konudagurinn sé stærsti blómasöludagur ársins þegar kemur að afskornum blómum. „Hefðin fyrir því að færa konunni blóm á konudaginn er orðin ansi löng. Mig minnir að fyrsta auglýsingin um konudagsblóm frá íslenskum garðyrkjubændum hafi birst 1960. Það er því búið að byggja upp þessa hefð í tæp 60 ár og blómasalan vaxandi ár frá ári.“

Stórir framleiðendur afskorinna blóma á Íslandi eru átta og ætluð heildarsala á landinu öllu á vöndum er í kringum þrjátíu þúsund.

Tvær milljónir stilka á ári

„Espiflöt er að framleiða um tvær milljónir stilka á ári og að selja um níu þúsund vendi í tengslum við konudaginn. Ætli vikan sé ekki að vega um 12% af ársveltunni hjá okkur,“ segir Sveinn.

Mest afsetning í blómabúðum

„Stærstur hluti sölunnar er í blómabúðum og þær öflugasti afsetningaraðilinn en svo sjáum við greinilega aukningu í sölu á afskornum blómum í stórmörkuðum og sérstaklega í kringum stóran dag eins og konudaginn.“ 

Mest sala á tilbúnum vöndum

„Mest er salan í tilbúnum vöndum með fimm til sjö og upp í tólf til fimmtán blóm í hverjum vendi. Rauðar rósir eru alltaf jafn vinsælar á konudaginn enda tákna þær ástina í huga margra og margir í þeim hugleiðingum á konudaginn.

Auk rósa seljast blóm eins og túlípanar vel og er salan á þeim vaxandi. Einnig selst talsvert af annars konar afskornum blómum vel, eins og liljur, geislafíflar, krýsantemur, ilmskúfur og fleiri tegundir, allt eftir smekk kaupenda.

Allar þessar tegundir eru í boði allt árið en salan á þeim er langmest vikuna í kringum konudaginn.

Íslensk blóm seljast vel

Að sögn Sveins seljast afskorin íslensk blóm vel þrátt fyrir að innflutningur á þeim sé að aukast og stærri hluti af heildarsölunni en hann hefur verið í gegnum tíðina. „Ætli innflutt afskorin blóm séu ekki um 25% af heildarmarkaðinum. Ísland er einangrað land í þessu tilliti og það þarf oft að flytja blómin langt að. Persónulega tel ég lítið mál að tala fyrir íslenskum blómum og margir kaupa þau eingöngu.

Íslenskir blómaframleiðendur selja allir sín blóm undir eigin merki og kaupendur geta þannig séð frá hvaða framleiðanda þau eru og það heldur okkur á tánum og líklega besta gæðastýring sem völ er á,“ segir Sveinn Sæland garðyrkjubóndi að lokum.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...