Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Kornuppskeran á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meiri en árið á undan, sem skýrist aðallega af meira umfangi og betri uppskeru þeirra kornbænda sem fyrir voru í greininni.
Kornuppskeran á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meiri en árið á undan, sem skýrist aðallega af meira umfangi og betri uppskeru þeirra kornbænda sem fyrir voru í greininni.
Fréttir 18. janúar 2023

Kornbændum fjölgaði milli ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Alls fengu 283 kornræktendur jarðræktarstyrk fyrir ræktun síðasta árs, samkvæmt upplýsingum úr matvælaráðuneytinu. Það eru 15 fleiri en fengu slíkan styrk árið 2021 og telst fjölgunin vera um 5,3 prósent.

Land til kornræktar var hins vegar aukið um 12 prósent, úr 3.036 hekturum í um 3.450 hektara – eins og fram kom í umfjöllun í síðasta tölublaði. Þar kom einnig fram að uppskerumagn á síðasta ári var um tvö þúsund tonnum meira af þurru korni en árið 2021, eða alls 9.500 tonn sem er um 3,1 tonn á hektara.

Svipaður fjöldi frá ári til árs

Fjöldi kornræktenda er svipaður frá ári til árs. Árið 2020 voru ræktendur tveimur færri en á síðasta ári, en átta fleiri árið 2019, eða alls 281. Árið 2018 voru þeir hins vegar tveimur færri en árið 2021, eða 266.

Því virðist lítil sem engin fjölgun vera í greininni sé horft til síðustu ára, sem kemur heim og saman við það sem haft er eftir Eiríki Loftssyni, jarðræktarráðunauti hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, í áðurnefndri umfjöllun í síðasta tölublaði.

Þar taldi hann að skýringuna á meira umfangi í kornræktinni á síðasta ári mætti finna í hækkandi fóðurverði á heimsmörkuðum og að hlýtt sumar árið 2021 hafi hvatt þá bændursemfyrirvoruíkornrækttil að auka umfang sinnar ræktunar.

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...