Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kostnaður um 8 milljarðar og  verkinu lýkur í lok næsta árs
Mynd / Landsnet
Fréttir 9. ágúst 2019

Kostnaður um 8 milljarðar og verkinu lýkur í lok næsta árs

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Framkvæmdir hófust á dögunum við lagningu Kröflulínu 3 og felst í byggingu nýrrar háspennulínu í meginflutningakerfinu. Stefnt er að því að ljúka verkinu síðla árs 2020. Heildarkostnaður við verkefnið nemur tæplega 8 milljörðum króna.
 
„Það er alltaf heilmikill áfangi þegar hafist er handa við stór verkefni sem lengi hafa verið í undirbúningi,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir, upplýsingafulltrúi Landsnets. 
 
Undirbúningur að verkinu hefur staðið um skeið, en lokið var við umhverfismat á árinu 2017. Kröflulína er 220 kílóvolta loftlína sem liggur á milli Kröflu og Fljótsdals, alls um 122 kílómetra leið. Línan liggur í gegnum þrjú sveitarfélög sem öll þurftu að breyta skipulagi og gefa út framkvæmdaleyfi sem öll eru nú í höfn. „Nú er búið að setja upp vinnubúðir, slóðagerð er hafin og einnig stendur yfir vinna við gerð brúar yfir Jöklu, við Klaustursel,“ segir Steinunn, en gert er ráð fyrir að fyrstu möstrin verði reist í haust.
 
Gegnir veigamiklu hlutverki
 
Steinunn segir tilganginn með framkvæmdinni að tryggja stöðugleika raforkukerfisins á Norður- og Austurlandi með betri samtengingu þessara landshluta, „en þannig aukum við öryggi við afhendingu raforku og gæðin aukast einnig,“ segir hún.  „Þessi framkvæmd er mikilvægur hlekkur í að styrkja flutningskerfið í heild, mikilvæg styrking næst á milli framleiðslueininga á norðaustur- og austurhluta landsins.“
 
Steinunn Þorsteinsdóttir, upp­lýs­inga­fulltrúi Landsnets.
 
Þá segir Steinunn að Kröflulína 3 muni gegna veigamiklu hlutverki með því að tengja virkjanaklasann á Norðausturlandi, þ.e. Kröflustöð og Þeistareykjastöð betur við Fljótdalsstöð. „Það hefur reynst erfitt að reka jarðgufuvirkjanir einar og sér, án stuðnings frá vatnsaflsvirkjunum, en með öflugri og raunar tvöfaldri tengingu við Fljótsdalsstöð er áhættan lágmörkuð.“
 
Aukið afhendingaröryggi
 
Framkvæmdaleyfi liggur fyrir á allri línuleiðinni og segir Steinunn að verkið hafi verið boðið út og stefnt á að hefjast handa nú í lok júní og stefnt á að því ljúki seint á árinu 2020 með spennusetningu. „Eftir að Kröflulína 3 er komin í rekstur mun afhendingaröryggi áhrifasvæða línunnar aukast til muna því með henni er þá komin önnur tenging inn á Austurland til viðbótar við núverandi 132kV tengingar, sem annars vegar eru frá Sigöldu um Höfn í Hornafirði og hins vegar frá Kröflustöð. Það verður áfram nauðsynlegt að halda þeim línum í rekstri auk Kröflulínu 3 til að ná fram bættu afhendingaröryggi inn á svæðið,“ segir Steinunn og bætir við að hið sama gildi um Norðausturland, bætt tenging við Fljótsdalsstöð auki afhendingaröryggi á því svæði.
 
Samráð skilar árangri
 
Steinunn segir að verkefnaráð hafi verið sett á laggirnar vegna Kröflulínu 3, samráðsvettvangur þar sem allir helstu hagsmunaaðilar fyrir utan landeigendur komu saman með reglulegu millibili. Samráð við landeigendur hafi verið með svipuðum hætti, m.a. í formi reglulegra kynninga- og samráðsfunda auk þess sem aðrar samskiptaleiðir sem best hentuðu hverju sinni voru einnig nýttar. „Markmiðið var að tryggja virkara samtal, skilning og betra upplýsingaflæði milli hagsmunaaðila í aðdraganda ákvarðana um framkvæmdir á okkar vegum. Þessi vettvangur hefur reynst ótrúlega vel, það vel að við höfum sett á laggirnar verkefnaráð í öllum okkar stærri framkvæmdum,“ segir Steinunn. 
 

Skylt efni: Kröflulína 3 | Landsnet

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...