Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Krafa Stjörnugríss að mestu samþykkt
Fréttir 6. janúar 2016

Krafa Stjörnugríss að mestu samþykkt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í morgun var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Stjörnugríss hf. gegn ríkinu vegna álagningar búnaðargjalds.

Í niðurstöðu dómsins er fallist á kröfur Stjörnugríss að mestu leyti. Samkvæmt dómnum er ráðstöfun búnaðargjalds til Bændasamtakanna, búnaðarsambanda og búgreinafélaga í tilviki Stjörnugríss ekki talin standast lög en ráðstöfun þess hluta sem rennur til Bjargráðasjóðs er hinsvegar talin standast.

Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands segist hafa beðið lögfræðing BÍ að fara nánar yfir dóminn og taka saman helstu atriði hans.

„Búast má við því að málinu verði áfrýjað en það er í valdi atvinnuvegaráðuneytisins að ákveða slíkt eftir því sem embætti ríkislögmanns tjáir mér,“ segir Sigurður. Frestur til þess er þrír mánuðir.

Skoða má dóminn í heild í dómasafni Héraðsdóms.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...