Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristina Bragadóttir Arnar Páll Sigurðsson og Védís Sigríður Ingvarsdóttir kynntu verkefni í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík, en það snerist um að búa til vefrænan söluvettvang fyrir hross. Með þeim í hóp voru þau Steinn Örvar Bjarnason og Ásdís Vignisdóttir en þau vantar á myndina.
Kristina Bragadóttir Arnar Páll Sigurðsson og Védís Sigríður Ingvarsdóttir kynntu verkefni í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja við Háskólann í Reykjavík, en það snerist um að búa til vefrænan söluvettvang fyrir hross. Með þeim í hóp voru þau Steinn Örvar Bjarnason og Ásdís Vignisdóttir en þau vantar á myndina.
Fréttir 1. júní 2021

Kynntu hugmynd um vefrænan söluvettvang fyrir hross

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Okkur fannst vanta söluvettvang þar sem væri að finna alla skráða íslenska hesta sem eru til sölu á hverjum tíma. Slíkur vettvangur auðveldar viðskipti með hross töluvert og er í raun löngu tímabært að bjóða upp á hann,“ segir Védís Ingvarsdóttir, nemi í Háskólanum í Reykjavík. Hún ásamt félögum sínum í áfanganum Nýsköpun og stofnun fyrirtækja, þeim Steini Örvari Bjarnasyni, Kristinu Bragadóttur, Ásdísi Vignisdóttur og Arnari Páli Sigurðssyni, kynntu á dögunum verkefni sitt sem snerist um að búa til vefrænan söluvettvang fyrir hross.

Védís segir að hugmyndin sé að stofna einfaldan og öruggan söluvettvang fyrir hvern þann sem vill kaupa eða selja hest. Viðskipti með hesta fara iðulega fram í gegnum tengslanet þeirra sem ýmist vilja kaupa eða selja og/eða í gegnum síður á vefnum og/eða á Facebook. Með því að búa til forrit þar sem allir þeir íslensku hestar sem eru til sölu væru á einum og sama staðnum auðveldaði það þeim sem væru að stíga fyrstu skref sín í hestamennskunni og hefðu ekki nein tengsl inn í hestaheiminn að skoða hvað væri í boði.

Samskiptavefur sem tengir kaupendur og seljendur

„Við sjáum fyrir okkur að kaupandi búi sér til aðgang, skrái sig inn og fái aðgang að leitarvél. Hann getur valið þá eiginleika sem hann leitar að og fær þá upp þá hesta sem passa við það sem hann leitar að. Kaupandinn getur haft samband við seljandann og þeir rætt málið áfram en okkar hugsun er að hægt verði að ganga frá viðskiptunum í forritinu, þar verði t.d. sölusamningur og annað sem þarf,“ segir Védís. Hver seljandi getur útbúið svæði fyrir sig og skráð þá hesta sem hann vill selja þar inn með ítarlegum upplýsingum um hvern og einn og verð þeirra.

Védís segir að hugmynd háskólanemanna sé að búa til samskiptavef sem tengi notendur, bæði kaupendur og seljendur, saman. Þær síður sem fyrir eru takmarkast á stundum við ákveðin hrossaræktarbú og á Facebook-síðum séu oft takmarkaðar upplýsingar um hrossin. Þeirra sýn er að ná inn öllum þeim íslensku hrossum sem eru á sölumarkaði saman á einn stað og að þar verði að finna gagnlegar upplýsingar um hvert og eitt þeirra.

Mikill áhugi fyri íslenska hestinum

Hún nefnir að áhugi sé mikill fyrir íslenska hestinum, bæði hér heima og eins víða um heim, en íslenska hestinn er að finna í 22 löndum. Um 250 þúsund íslenskir hestar eru skráðir á alþjóðavettvangi og vel yfir 300 þúsund manns hafa sýnt honum áhuga.
„Appið er fyrir alla sem vilja kaupa eða selja hest, en ekki síst horfum við til þess að þeir sem eru að byrja geti nýtt sér það, farið inn, leitað og kannað hvort þeir finni draumahestinn,“ segir Védís.

Nemarnir hafa kynnt verkefni sitt og næstu skref eru að sögn Védísar að koma ferlinu í gang. Eitt þeirra er að fá samstarf við Worldfeng, sem yrði mikilvægasti samstarfsaðilinn, og eins þarf að búa til appið og koma því í notkun meðal viðskiptavina. Framtíðarsýnin er svo að koma því í gagnið á alþjóðavettvangi, en einkum sé horft til markaðar í Þýskalandi þar sem langflestir íslenskir hestar eru.

„Þetta er enn þá hugmynd, en mér finnst hún áhugaverð og er meira en til í að gera hana að veruleika ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Védís.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...