Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Fjölskyldan á Öngulstöðum.
Fjölskyldan á Öngulstöðum.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 15. febrúar 2017

Lamb Inn fær uppruna­viðurkenningu frá LS

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Lamb Inn á Öngulsstöðum hefur fengið sérstaka upprunaviðurkenningu Landssambands sauðfjárbænda og var fyrsti veitingastaðurinn á landsbyggðinni til að hljóta þessa viðurkenningu og sá þriðji í röðinni á landsvísu.
 
Um er að ræða nýtt markaðsátak sauðfjárbænda þar sem tilgangurinn er að ná til erlendra ferðamanna og sýna þeim hversu afurðir íslensku kindarinnar séu framúrskarandi hreinar og góðar. 
 
Sambandið afhendir öllum þeim sem vinna ekta íslenskar afurðir úr sauðfé sérstakt upprunamerki sem prýða mun veggi veitingastaða og sömuleiðis þess fatnaðar sem framleiddur er hér á landi úr íslenskri ull. Ekki dugar að láta prjóna „íslensku“ lopapeysuna í Kína eða öðrum löndum. Þetta er afrakstur stefnumörkunar í markaðssókn sauðfjárafurða.
 
 Skilar sér í hollu kjöti sem rómað er fyrir bragðgæði
 
Í texta með viðurkenningunni má finna þetta: Íslenskt sauðfé er alið á sjálfbæran hátt í óspjallaðri náttúru og lömbin sem fæðast á vorin reika sjálfala á fjöllum yfir sumarið, drekka móðurmjólk og éta næringarríkan fjallagróður. Þetta skilar sérlega hollu kjöti sem er rómað fyrir bragðgæði. Lagskipt ullin af íslenska fénu fyrirfinnst hvergi annars staðar og lopaklæði og gærur hafa haldið hita á þjóðinni í óblíðri íslenskri veðráttu í meira en þúsund ár. Stofninn kom til landsins með landnámsmönnum og er óspilltur og einstakur. Bændur eru vörslumenn landsins og búa enn á fjölskyldubúum eins og forfeður þeirra en hafa tileinkað sér það besta úr nútíma tækni og vísindum. Féð er alið á vistvænan hátt undir ströngustu reglum um dýravelferð, án aðskotaefna, erfðabreytts fóðurs eða hormónagjafar. Íslenskt sauðfé er nátengt landinu, menningu þjóðarinnar, siðum og tungumáli og lambakjöt er sannarlega þjóðarréttur Íslendinga. Aðeins ekta íslenskar afurðir bera þetta upprunamerki sem endurspeglar þennan sannleik og gildi íslenskra sauðfjárbænda. 

Skylt efni: Lamb Inn

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...