Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Fréttir 18. júlí 2023

Landbúnaður á norðurslóðum til umræðu í Færeyjum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framlag búskapar á norðurslóðum til sjálfbærra staðbundinna lífhagkerfa er yfirskrift ráðstefnu Samtaka jaðarsvæða landbúnaðar í norðri, Circumpolar Agricultural Association (CAA), sem haldin verður í Færeyjum í september næstkomandi.

Ráðstefnan átti fyrst að fara fram í júlí á síðasta ári en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mun þetta vera ellefta landbúnaðarráðstefna samtakanna CAA sem stofnuð voru árið 1995.

Á ráðstefnunni er skapaður umræðuvettvangur um landbúnað á norðurslóðum á víðum grundvelli. Meðal efnisþátta verða tæknivæðing í landbúnaði og aðgengi að mörkuðum, plöntukynbætur og genafjölbreytileiki, möguleikar nýrra landflæða sem skapast vegna loftslagsbreytinga og samspil ferðaþjónustu og staðbundinnar framleiðslu.

Í viðtali við Bændablaðið árið 2021 sagði Tróndur Leivsson, yfirmaður Landbúnaðarstofnunar Færeyja og forseti samtakanna CAA, að ráðstefnan væri hvorki stíf vísindasamkoma né pólitískur vettvangur, heldur góð samsuða sem hefur það að markmiði að stuðla að áhuga á landbúnaðarmálum á norðurslóðum.

Ráðstefnan mun fara fram í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn daganna 5.–7. september og er hún öllum opin. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu samtakanna: cirumpolaragriculture.com.

Skylt efni: circumpolar

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...