Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Tróndur Leivsson, forseti Circumpolar Agricultural Association.
Fréttir 18. júlí 2023

Landbúnaður á norðurslóðum til umræðu í Færeyjum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Framlag búskapar á norðurslóðum til sjálfbærra staðbundinna lífhagkerfa er yfirskrift ráðstefnu Samtaka jaðarsvæða landbúnaðar í norðri, Circumpolar Agricultural Association (CAA), sem haldin verður í Færeyjum í september næstkomandi.

Ráðstefnan átti fyrst að fara fram í júlí á síðasta ári en var frestað vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Mun þetta vera ellefta landbúnaðarráðstefna samtakanna CAA sem stofnuð voru árið 1995.

Á ráðstefnunni er skapaður umræðuvettvangur um landbúnað á norðurslóðum á víðum grundvelli. Meðal efnisþátta verða tæknivæðing í landbúnaði og aðgengi að mörkuðum, plöntukynbætur og genafjölbreytileiki, möguleikar nýrra landflæða sem skapast vegna loftslagsbreytinga og samspil ferðaþjónustu og staðbundinnar framleiðslu.

Í viðtali við Bændablaðið árið 2021 sagði Tróndur Leivsson, yfirmaður Landbúnaðarstofnunar Færeyja og forseti samtakanna CAA, að ráðstefnan væri hvorki stíf vísindasamkoma né pólitískur vettvangur, heldur góð samsuða sem hefur það að markmiði að stuðla að áhuga á landbúnaðarmálum á norðurslóðum.

Ráðstefnan mun fara fram í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn daganna 5.–7. september og er hún öllum opin. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu samtakanna: cirumpolaragriculture.com.

Skylt efni: circumpolar

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...