Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. Þar af bjuggu rúm 240 þúsund á höfuðborgarsvæðinu og um 136 þúsund á landsbyggðinni. Sveitarfélög á landinu eru 64.

Þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað undanfarna áratugi er fjölgunin misjöfn milli landshluta. Mest fjölgun var á Suðvesturlandi en fólksfækkun var á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Mest hlutfallsleg breyting var í Mosfellsbæ, 148,3% og í Garðabæ 100,1%. Sé horft í landshluta er mest fólksfjölgun á Suðurnesjum, 85,2% og á höfuðborgarsvæðinu, 46,3%.

Störf óháð staðsetningu

Á byggðaáætlun 2018 til 2024 er aðgerð sem kallast Störf án staðsetningar. Markmið verkefnisins er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði óháð staðsetningu árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki.

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir óstaðbundin störf. Samkvæmt þeim upplýsingum eru yfir 100 starfsstöðvar fyrir einstaklinga og landsbyggðin því vel í stakk búin til að taka á móti þessum störfum.

Skipting húsnæðisins eftir landshlutum er 4 á Suðurnesjum, 14 á Vesturlandi, 15 á Vestfjörðum, 19 á Norðurlandi vestra, 29 á Norðurlandi eystra, 17 á Austurlandi og 14 á Suðurlandi.

55 þúsund með erlent ríkisfang

Af þeim þeim rúmum 376 þúsund sem Íslendingar telja eru um 55 þúsund, eða 14,6%, með erlent ríkisfang. Þar af eru karlmenn tæplega 32 þúsund og konur rúmlega 23 þúsund og flestir eru á aldrinum 30 til 39 ára.

Séu íbúar svæða flokkaðir eftir ríkisfangi sést að hlutfallslega flestir íbúar með erlent ríkisfang búa í Mýrdalshreppi, eða 51,5%, í Skaftárhreppi 33,4% og í Súðavíkurhreppi 32,1%. Samkvæmt mælaborði Byggðastofnunar búa flestir íbúar landsins með erlent ríkisfang í Reykjavík, rúmlega 24 þúsund, en fæstir í Árnes- og Skorradalshreppi, eða tveir í hvorum hreppi.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...