Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir 8. febrúar 2023

Langflestir íbúar á höfuðborgarsvæðinu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tölum Byggðastofnunar fyrir árið 2022 var íbúafjöldi landsins 376.248. Þar af bjuggu rúm 240 þúsund á höfuðborgarsvæðinu og um 136 þúsund á landsbyggðinni. Sveitarfélög á landinu eru 64.

Þrátt fyrir að landsmönnum hafi fjölgað undanfarna áratugi er fjölgunin misjöfn milli landshluta. Mest fjölgun var á Suðvesturlandi en fólksfækkun var á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Mest hlutfallsleg breyting var í Mosfellsbæ, 148,3% og í Garðabæ 100,1%. Sé horft í landshluta er mest fólksfjölgun á Suðurnesjum, 85,2% og á höfuðborgarsvæðinu, 46,3%.

Störf óháð staðsetningu

Á byggðaáætlun 2018 til 2024 er aðgerð sem kallast Störf án staðsetningar. Markmið verkefnisins er að 10% allra auglýstra starfa í ráðuneytum og stofnunum þeirra verði óháð staðsetningu árið 2024 þannig að búseta hafi ekki áhrif við val á starfsfólki.

Byggðastofnun hefur tekið saman upplýsingar um mögulegt húsnæði fyrir óstaðbundin störf. Samkvæmt þeim upplýsingum eru yfir 100 starfsstöðvar fyrir einstaklinga og landsbyggðin því vel í stakk búin til að taka á móti þessum störfum.

Skipting húsnæðisins eftir landshlutum er 4 á Suðurnesjum, 14 á Vesturlandi, 15 á Vestfjörðum, 19 á Norðurlandi vestra, 29 á Norðurlandi eystra, 17 á Austurlandi og 14 á Suðurlandi.

55 þúsund með erlent ríkisfang

Af þeim þeim rúmum 376 þúsund sem Íslendingar telja eru um 55 þúsund, eða 14,6%, með erlent ríkisfang. Þar af eru karlmenn tæplega 32 þúsund og konur rúmlega 23 þúsund og flestir eru á aldrinum 30 til 39 ára.

Séu íbúar svæða flokkaðir eftir ríkisfangi sést að hlutfallslega flestir íbúar með erlent ríkisfang búa í Mýrdalshreppi, eða 51,5%, í Skaftárhreppi 33,4% og í Súðavíkurhreppi 32,1%. Samkvæmt mælaborði Byggðastofnunar búa flestir íbúar landsins með erlent ríkisfang í Reykjavík, rúmlega 24 þúsund, en fæstir í Árnes- og Skorradalshreppi, eða tveir í hvorum hreppi.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...