Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Gestir nutu dagsins í einmuna veðurblíðu.
Gestir nutu dagsins í einmuna veðurblíðu.
Mynd / Esther Ösp Gunnarsdóttir
Fréttir 21. júlí 2015

Lárus Íslandsmeistari í skógarhöggi í sjötta sinn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fjölmenni lagði leið sína í Hallormsstaðaskóg á dögunum í tilefni af Skógardeginum mikla.   Veðrið lék við gesti sem nutu dagsins í einmuna blíðu. Fjöldi viðburða var á dagskrá.
 
Íslandsmeistaramótið í skógar­höggi er einn aðalviðburður Skógardagsins mikla á hverju ári og hefur sannarlega fest sig í sessi. Keppnin var spennandi og skemmtileg í ár eins og ávallt áður en skógarbóndinn og skógræktarráðunauturinn Lárus Heiðarsson á Droplaugarstöðum bar sigur úr býtum að þessu sinni. Þetta var í sjötta sinn sem Lárus hampaði Íslandsmeistaratitlinum og greinilegt að hann heldur sér vel við í greininni. Í öðru sæti varð Ólafur Áki Mikaelsson og Hörður Guðmundsson í því þriðja.  
 
Þá var einnig keppt í skógarhlaupi. Í karlaflokki skógarhlaupsins komst Hjalti Þórhallsson fyrstur í mark á tímanum 1.05.10 en í kvennaflokki sigraði Hjálmdís Zoëga á 1.10.50. Í öðru sæti urðu Jón Jónsson og Guðrún Helga Tryggvadóttir og í því þriðja Magnús Guðmundsson og Sigurlaug Helgadóttir. Þess má geta að sigurvegarinn í karlaflokki, Hjalti Þórhallsson, er skógarhöggsmaður á Hallormsstað. Skógarmenn stóðu því sannarlega fyrir sínu á Skógardeginum mikla 2015 segir á vef Skógræktar ríkisins. 

3 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...