Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Laxeldi á landi
Mynd / innovationnewsnetwork.com
Fréttir 29. september 2022

Laxeldi á landi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar segir að eldi á laxi á heimsvísu hafi aukist mikið á undanförnum áratugum og að laxeldi sé nær eingöngu stundað í sjókvíum en slíkt er víða umdeilt vegna umhverfisáhrifa.

Í sumum löndum hefur hægt á vexti í framleiðslu vegna umhverfisþátta og stöðugt unnið að umhverfisvænni lausnum í laxeldi.

Landeldi hefur verið kynnt sem möguleg lausn við helstu umhverfisvandamálum laxeldis en skoðanir hafa verið skiptar um framtíðarmöguleika þeirrar aðferðar.

Eldi í endurnýtingarkerfum

Í skýrslunni, sem er unnin af Leó Alexander Guðmundssyni, er fjallað um landeldi á laxi sem einkum fer fram í endurnýtingarkerfum. Eiginleikum endurnýtingarkerfa er lýst, auk þess sem saga tveggja frumkvöðlafyrirtækja í landeldi á laxi er rakin. Einnig er fjallað um greiningar á kostnaði við landeldi á laxi með hliðsjón af kostnaði í sjókvíaeldi. Loks er sjónum beint bæði til Íslands og út í heim og m.a. fjallað um áætlanir fyrirtækja í uppbyggingu landeldis á laxi, kolefnisspor og stóraukinn áhuga á landeldi.

Breytt viðhorf

Í umræðum undir lok skýrslunnar segir höfundur meðal annars: „Á tiltölulega fáum árum hefur sýn manna á möguleika laxeldis á landi breyst. Fyrir um 10 árum var algengt viðhorf að um væri að ræða vonlausa iðju ævintýramanna. Með aukinni þekkingu og reynslu, ásamt sögulega háum framleiðslukostnaði í sjókvíaeldi, hefur það viðhorf almennt breyst. [. . .] Nú eru mörg stórfyrirtæki komin inn í greinina ásamt öflugum fjárfestum og víða er til staðar pólitískur og efnahagslegur stuðningur ríkja. [. . .]

Á næstu árum verður áhugavert að fylgjast með þróuninni í greininni, einkum hvernig ganga muni að fjármagna verkefni, manna eldisstöðvar, framleiða á markað og þróa tæknina enn frekar. Til skemmri tíma verður áhugavert að sjá hver þróunin í áætluðu framleiðslumagni úr landeldi verður en tölurnar hafa rokið upp á skömmum tíma. Að sama skapi verður áhugavert að fylgjast með þróun í sjókvíaeldi varðandi umhverfismál, dýravelferð og framleiðslukostnað.

Skylt efni: laxeldi

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...