Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
 Mun minna er af lífrænum matvælum í boði á Íslandi en í Danmörku. Það er því erfitt að neyta einvörðungu lífrænna afurða og umræðan um lífræna ræktun og lífrænt mataræði lítil.
Mun minna er af lífrænum matvælum í boði á Íslandi en í Danmörku. Það er því erfitt að neyta einvörðungu lífrænna afurða og umræðan um lífræna ræktun og lífrænt mataræði lítil.
Fréttir 22. júlí 2021

Lífræn ræktun á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Anna María Björnsdóttir hefur í eitt og hálft ár unnið að heimildarmynd um lífræna ræktun á Íslandi. Tildrög myndarinnar eru sú að Anna bjó í Danmörku í tíu ár þar sem tengdaforeldrar hennar reka lífrænt bú og mikil áhersla er lögð á lífræna ræktun.

Allt annað umhverfi og viðhorf blöstu við henni og fjölskyldu hennar þegar hún flutti til Íslands. Að sögn Önnu er Ísland töluvert á eftir löndunum í kringum okkur þegar kemur að lífrænni ræktun. „Á meðan ég bjó í Danmörku varð ég ólétt og þar var mikil umræða um lífræna ræktun og mikilvægi lífrænnar fæðu á meðgöngu til að draga úr magni eiturefna sem fóstrið verður fyrir. Einnig komst ég að því að stefna margra sveitarfélaga í Danmörku er að börnum í leikskólum sé boðið upp á lífrænt fæði og þannig var það þar sem við bjuggum. Þetta vakti áhuga minn á lífrænni ræktun og þeim mun meira sem ég kynnti mér málið óx áhugi minn á því. Lífræn ræktun snýst ekki bara um heilbrigði okkar heldur líka jarðarinnar. Við fjölskyldan vorum því farin að neyta nánast eingöngu matar sem hafði verið ræktaður með aðferðum sem viðurkenndar eru sem lífrænar.“

Allt annað umhverfi

„Allt annað umhverfi og viðhorf blöstu við okkur þegar við fluttum til Íslands. Mun minna er af lífrænum matvælum í boði á Íslandi en í Danmörku. Það er því erfitt að neyta einvörðungu lífrænna afurða og umræðan um lífræna ræktun og lífrænt mataræði lítil. Ég komst fljótt að því að Ísland er langt á eftir löndunum í kringum okkur hvað varðar lífræna ræktun og aðeins eru um 30 lífrænir bændur á Íslandi af u.þ.b. 3.000. Sú tala hefur nánast staðið í stað í áratugi.

Margir þessara bænda hafa synt á móti straumnum í áratugi en hafa á sama tíma sýnt og sannað hvernig er hægt að stunda lífræna ræktun á Íslandi. Sögur þessara bænda eru einstakar og sýna mikið frumkvöðlaeðli blandað við eldmóð og ástríðu fyrir að rækta matvæli í sátt við jörðina og umhverfið. Í heimildarmyndinni heimsæki ég nokkra þessara bænda og frumkvöðla í lífrænni ræktun á Íslandi.“ Anna er að safna fyrir seinni hlutanum á upptökum og eftirvinnslu á myndinni á Karolina fund og stendur söfnunin til 17. ágúst næstkomandi. Til stendur að frumsýna myndina 2022.

Linkur á söfnunarsíðuna: https://www.karolinafund.com/project/view/3433

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...