Lokið við aðkallandi verkefni í Einkunnum
Fólkvangurinn í Einkunnum, sem er útivistarsvæði í Borgarbyggð, um 7 km norður af Borgarnesi, nýtur mikilla vinsælda meðal íbúa og gesta í Borgarbyggð og vinsældir hans eru alltaf að aukast.
Blásið var á dögunum til Einkunnadagsins 2021, en það er samstarfsverkefni umsjónarnefndar fólkvangsins í Einkunn, Ferðafélags Borgarfjarðar og Skógræktarfélags Borgarfjarðar.
Markmiðið með deginum var að ganga í og ljúka ýmsum verkefnum sem voru orðin aðkallandi í fólkvanginum, t.d. stika gönguleiðina milli Einkunna og Borgar, grisja gróður, lagfæra og smíða brýr og lagfæra stíga. Um þrjátíu manns mættu á staðinn og er skemmst frá því að segja að þátttaka og afköst voru framar öllum væntingum að því er fram kemur á vefsíðu Borgarbyggðar.