Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fimmtudaginn 8. apríl síðastliðinn. Þarna er búið að setja saman á einn stað gagnauppsprettu úr flestum kimum íslensks landbúnaðar sem ætlað er að auka gagnsæi til mikilla muna. Enn vantar þó í kerfið gögn um mjólkurframleiðslu landsmanna.

Mælaborð landbúnaðarins er liður í aðgerðaráætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að mæta áhrifum COVID-19 heimsfaraldurs á íslenskan landbúnað. Aðgerðunum er ætlað að styrkja stoðir íslensks landbúnaðar í ljósi þeirra beinu og óbeinu áhrifa sem COVID-19 hefur haft á greinina. Tilgangur aðgerðanna er að skapa öfluga viðspyrnu fyrir íslenskan landbúnað og auðvelda honum að nýta tækifæri framtíðarinnar.

„Mælaborð landbúnaðarins er nauðsynlegt verkfæri til að tryggja yfirsýn við framkvæmd landbúnaðarstefnunnar á hverjum tíma. Opnun mælaborðsins í dag markar því tímamót því með því eru stjórnvöld að eiga frumkvæði að því að birta opinberlega þessar mikilvægu upplýsingar þannig að þær séu aðgengilegar öllum. Auka þannig gagnsæi en um leið yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu til hagsbóta fyrir alla þá sem koma að íslenskum landbúnaði. Um leið stuðla að því að umræða um landbúnað byggi á rauntölum. Næsta skref verður að þróa og styrkja mælaborðið enn frekar,“ sagði Kristján Þór Júlíusson.

Sigurður Eyþórsson, starfsmaður ráðuneytisins og fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, kynnti virkni kerfisins sem finna má á slóðinni www.mælaborðlandbúnaðarins.is.  Tók hann fram að kerfið væri eflaust ekki orðið gallalaust og yrði í stöðugri þróun. Kallaði hann því eftir að ef notendur sæju hnökra í kerfinu og eitthvað sem betur mætti fara að þeir létu ráðuneytið vita.

Rafrænn vettvangur um landbúnað

Mælaborð landbúnaðarins er rafrænn vettvangur þar sem upplýsingar um landbúnað og matvælaframleiðslu á Íslandi eru gerðar aðgengilegar á einum stað og birtar á gagnvirkan og skilmerkilegan hátt.

Í fyrsta áfanga er lögð áhersla á yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir landbúnaðarafurða hér á landi, auk stuðnings við bændur samkvæmt búvörusamningum. Mælaborðið er þróunarverkefni og má því búast við stöðugum endurbótum til að það nýtist sem verkfæri til að fylgjast með þróun þeirra markmiða sem sett eru í búvörusamningum og landbúnaðarstefnu auk þess að stuðla að fæðuöryggi.

Áreiðanlegar upplýsingar

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið leitast við að hafa allar upplýsingar á Mælaborði landbúnaðarins áreiðanlegar og réttar. Ráðuneytið ábyrgist ekki áreiðanleika birtra gagna né ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar upplýsinganna.

Öllum er heimil afnot upplýsinga úr Mælaborði landbúnaðarins. Í ljósi þess að uppruni gagna er mismunandi gilda ólíkir skilmálar um dreifingu og nýtingu gagna úr Mælaborði landbúnaðarins. Öll gögn í Mælaborði landbúnaðarins eru í eigu stjórnvalda og ekki framseljanleg. Fer ráðuneytið því fram á að þeir sem nýti sér þessi gögn geti heimilda. 

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...