Sviptingar í búfjáreign og miklar áskoranir í sumum greinum sem fela líka í sér tækifæri
Samkvæmt fyrirliggjandi opinberum tölum hefur sauðfé ekki verið færra á Íslandi í 160 ár, eða síðan 1861 þegar talsverð fækkun varð vegna fjárkláða og stofninn fór niður í 327.000. Í öðrum búfjárstofnum hafa ekki orðið miklar sveiflur ef alifuglar eru undanskildir, þar hefur orðið gríðarleg aukning í stofninum.