Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Með bjartsýni í farteskinu
Mynd / HKr.
Skoðun 15. apríl 2021

Með bjartsýni í farteskinu

Höfundur: Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands - gunnar@bondi.is

Nú með hækkandi sól og bjartsýni í farteskinu eftir ansi undarlegan vetur, sérstaklega á grundvelli sóttvarnareglna, þá taka við önnur verkefni sem er mesti annatími bænda. Undirbúa þarf uppskeru sumarsins og haustsins. En á sama tíma eru einstaklingar innan stjórnmálaflokkanna að etja kappi við hvert annað með von um að tryggja sér sæti á framboðslistum flokkanna fyrir komandi kosningar. 

Ýmis háttur er hafður á fyrirkomulaginu með röðun á framboðslista, en ekki ætla ég að hafa skoðun á því fyrirkomulagi. Eitt leyfi ég mér þó að nefna að þegar búið er að setja saman lista flokkanna í kjördæmunum þá erum við í Bændasamtökum Íslands reiðubúin til samtals um málefni landbúnaðarins svo frambjóðendur verði vel undirbúnir fyrir kosningarnar sem fram fara í haust. Landbúnaður er nefnilega ekki einkamál einstakra stjórnmálaflokka eða einstakra frambjóðenda. Landbúnaðurinn á Íslandi er ein meginatvinnugrein og bændur eru líka kjósendur. Mikilvægt er að frambjóðendur kynni sér þau málefni sem landbúnaðurinn stendur frammi fyrir þegar kemur að stjórnsýslunni. 

Matvælasjóður

Ráðherra landbúnaðarmála hefur skipað nýjan formann Matvælasjóðs, Margréti Hólm Valsdóttur. Óska ég Margréti Hólm til hamingju með embættið og óska henni velfarnaðar í starfi. Ég vil einnig þakka fráfarandi formanni, Grétu Maríu Grétarsdóttur, fyrir samstarfið í stjórn sjóðsins á síðasta starfsári. Nú þegar nýr formaður hefur verið skipaður er nauðsynlegt að hugað verði að því að auglýsa sem fyrst eftir umsóknum í sjóðinn þar sem margir hafa miklar væntingar um framlög úr sjóðnum. 

Mælaborð landbúnaðarins

Í síðustu viku kynnti ráðuneyti landbúnaðarmála fyrstu útgáfu að mælaborði landbúnaðarins sem beðið hefur verið eftir en vinnan hefur staðið í um ár. Í mælaborðinu er mögulegt að sjá hvað er verið að framleiða og hvar á landinu, einnig eru þarna ýmsar upplýsingar sem snúa að landbúnaði. Þetta er fyrsta útgáfa og á eftir að taka framþróun eftir því sem fleiri tölur koma inn í skjalið. Ég vil fagna þessu skrefi þar sem þetta verkfæri verður bæði framleiðendum og öðrum til upplýsingar og samanburðar milli ára til gagns. En eitt er í þessu sem við höfum gagnrýnt frá upphafi og ítrekað á fundum með ráðuneytinu, og það er að í þessu ágæta mælaborði er möguleiki að sjá framlag á grundvelli beingreiðslna niður á einstaka framleiðendur. Ráðuneytið bendir á upplýsingaskyldu, gott og vel. En stjórnsýslan verður hins vegar að hafa það hugfast að jafnt skal yfir alla ganga. Í ríkissjónvarpinu um daginn var til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik, greiðslur ríkisins til sjálfstætt starfandi sérgreinalækna. Í þættinum var upplýst um að einn læknir hefði fengið ákveðna upphæð greidda á meðan annar læknir hefði fengið greidda einhverja aðra upphæð. Í þættinum voru þessir læknar ekki nafngreindir en til samanburðar er hægt í þessu ágæta mælaborði að fletta upp „Jóni Jóns“ og séð að hann hefur fengið tiltekna fjárhæð í beingreiðslu. Hvaða jafnræði er í þessari framsetningu á grundvelli upplýsingalaga? Ég segi því aftur: „Eitt skal yfir alla ganga.“ 

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir
Skoðun 12. desember 2024

Kvenfélög styrkja hinar dreifðu byggðir

Kvenfélag Akrahrepps var stofnað 20. desember 1919 af bjartsýnum stórhuga konum.

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það
Skoðun 9. desember 2024

Kindurnar mínar kolefnisjafna sig sjálfar og ríflega það

Ég fletti Bændablaðinu eins og venjulega. Þar er síðustu misserin mikið skrifað ...

Matur handa öllum
Skoðun 12. nóvember 2024

Matur handa öllum

Nýlega hafa Eyjólfur Ingvi, formaður sauðfjárdeildar BÍ og Margrét Ágústa, framk...

Hin hliðin á peningnum
Skoðun 15. ágúst 2024

Hin hliðin á peningnum

Við þekkjum öll þann einfalda veruleika að það eru tvær hliðar á hverjum peningi...

Fagfundur og afmælisráðstefna
Skoðun 11. mars 2024

Fagfundur og afmælisráðstefna

Tveir viðburðir tengdir sauðfjárrækt haldnir dagana 21. -22. mars næstkomandi.

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?
Skoðun 15. febrúar 2024

Er framtíðin lægra verð fyrir minni gæði?

Við sem neytendur gerum miklar kröfur til innlendrar matvælaframleiðslu og við t...

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting
Skoðun 16. nóvember 2023

Heilsársvegur yfir Öxi er skynsamleg fjárfesting

Tilhneiging stjórnmálamanna er að líta á fjármagn sem veitt er í samgöngur sem k...

Óvissutímar
Skoðun 16. nóvember 2023

Óvissutímar

Á óvissutímum með eldgos yfirvofandi, þegar þetta er skrifað, er hægt að fullyrð...