Kynning á Mælaborði landbúnaðarins
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið stendur fyrir kynningu á Mælaborði landbúnaðarins nú klukkan 13 í opnu streymi. Mælaboðið er veflægur vettvangur þar sem gögnum um landbúnað verður safnað saman og þau gerð aðgengileg. Stofnun Mælaborðsins er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga sem nýlega var samþykktur.
Þar kemur fram að nauðsynleg þyki að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu, meðal annars vegna fæðuöryggis Íslands.
Slóðin á mælaborðið er www.mælaborðlandbúnaðarins.is