Mælt fyrir frumvarpi um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum
Umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur mælti á Alþingi fyrir frumvarpi til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum.
Frumvarpið fjallar um sinubrennur og bálkesti og um meðferð elds utan dyra, þar á meðal ýmsar varúðarráðstafanir vegna hættu á gróðureldum. Fjallað er um skyldu hvers og eins til að gæta ýtrustu varkárni í meðferð elds. Sérstaklega er fjallað um sinubrennur og tiltekið að þær séu eingöngu heimilar á lögbýlum þar sem stundaður er landbúnaður og einungis í rökstuddum tilgangi í jarðrækt eða búfjárrækt.
Í frumvarpinu eru ákvæði um meðferð elds á víðavangi, leyfisveitingu vegna sinubrenna og framkvæmd þeirra. Þá er kveðið á um heimild sveitarstjórnar til að afmarka svæði í brunavarnaáætlun þar sem óheimilt verði að brenna sinu vegna þeirrar hættu sem af því getur stafað.