Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Magnús Guðmundsson.
Magnús Guðmundsson.
Fréttir 12. júní 2018

Magnús Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Magnús Guðmundsson tímabundið sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999.

Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans.

Ráðherra og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Þórður H. Ólafsson, hafa komist að samkomulagi um að Þórður láti af störfum, en hann verður sjötugur í haust.

Þá hefur Dr. Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins til að geta helgað sig aðalstarfi sínu við kennslu og rannsóknir sem vísindamaður í jarðfræði við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Guðrún Áslaug Jónsdóttir, núverandi varaformaður stjórnar hefur tekið við störfum formanns þar til nýr stjórnarformaður þjóðgarðsins hefur verið skipaður af ráðherra.

Skýrsla Capacent 

Frestun hrossaútflutnings
Fréttir 21. ágúst 2024

Frestun hrossaútflutnings

Reglubundin yfirhalning farmflugvélar er ástæða þess að engin hross hafa verið f...

Nýr bústjóri Nautís
Fréttir 21. ágúst 2024

Nýr bústjóri Nautís

Davíð Ingi Baldursson hefur verið ráðinn sem bústjóri í einangrunarstöðinni á St...

Styrkir vegna kaltjóna
Fréttir 21. ágúst 2024

Styrkir vegna kaltjóna

Bjargráðasjóði hefur borist 81 umsókn frá bændum vegna kaltjóns á túnum. Frestur...

Aðgerðaáætlun staðfest
Fréttir 20. ágúst 2024

Aðgerðaáætlun staðfest

Nú í byrjun ágúst staðfestu íslensk stjórnvöld aðgerðaáætlun gegn sýklalyfjaónæm...

Hækkun á afurðaverði
Fréttir 20. ágúst 2024

Hækkun á afurðaverði

Nýlega hafa verið gefnar út verðskrár með afurðaverðs­hækkunum til bænda fyrir n...

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu
Fréttir 20. ágúst 2024

Vill auka þekkingu um járningar og hófhirðu

Hófhirða hrossa er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður í húsnæði Eldhesta í...

Gróska hjá blómabændum
Fréttir 20. ágúst 2024

Gróska hjá blómabændum

Á Espiflöt í Reykholti í Biskupstungum hefur á undanförnum vikum verið unnið að ...

Útboð á holdagripum
Fréttir 20. ágúst 2024

Útboð á holdagripum

Nautís seldi bændum tíu hreinræktaða Angus kynbótanautgripi í sumar fyrir samtal...