Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Magnús Guðmundsson.
Magnús Guðmundsson.
Fréttir 12. júní 2018

Magnús Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Magnús Guðmundsson tímabundið sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999.

Umhverfis- og auðlindaráðherra ákvað í janúar síðastliðnum að fela óháðum aðila að gera úttekt á starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs í samræmi við lög um opinber fjármál. Ástæðan var sú að afkoma og rekstur þjóðgarðsins var ekki í viðunandi horfi. Úttekt ráðgjafafyrirtækisins Capacent sýnir veruleg frávik í rekstri þjóðgarðsins árið 2017 miðað við fjárheimildir hans.

Ráðherra og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, Þórður H. Ólafsson, hafa komist að samkomulagi um að Þórður láti af störfum, en hann verður sjötugur í haust.

Þá hefur Dr. Ármann Höskuldsson, stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, óskað lausnar sem formaður stjórnar þjóðgarðsins til að geta helgað sig aðalstarfi sínu við kennslu og rannsóknir sem vísindamaður í jarðfræði við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.

Guðrún Áslaug Jónsdóttir, núverandi varaformaður stjórnar hefur tekið við störfum formanns þar til nýr stjórnarformaður þjóðgarðsins hefur verið skipaður af ráðherra.

Skýrsla Capacent 

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...