Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Málar garðana græna
Fréttir 18. júní 2015

Málar garðana græna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þurrkar í Kaliforníu virðast ekki vera öllum til bölvunar, því sumir sjá í þessu ástandi ný viðskiptatækifæri.

Þar sem fólki hefur verið bannað að vökva grasblettina fyrir framan hús sín datt einum manni í Sacramento í hug snjallræði til að flikka upp á sólþurrkaða og skrælnaða garða. 

Maðurinn, sem heitir Bill Schaffer, stofnaði fyrirtæki sem hann nefndi  „Brown Lawn Green“, sem útleggja mætti: Brúnar garðflatir grænar. Í stað þess að aka á milli garðeigenda og bjóðast til að vökva hjá þeim garðana með vatni, býður Schaffer þeim nú að úða yfir garðana með grænni málningu.

Garðeigandinn Shaun Johns virtist harla ánægður með framtakið í samtali við vefritið NewsFix.

„Þetta er ansi áhrifamikið. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður.“ Sagði hann að þar sem lítið væri um slátt entist málningin nokkuð vel á garðinum. Þannig mætti búast við að málningarúðunin dygði í allt að sex til átta vikur yfir hásumarið.

Sagt er að málningin sem notuð er sé eiturefnalaus. Það ætti því að vera öruggt fyrir dýr og jafnvel börn að leika sér í fagurmáluðum görðunum. Á sama tíma hamast yfirvöld við að telja almenningi trú um að brúnir garðar séu bara alls ekki svo slæmir þegar mikið þarf að leggja á sig til að spara vatn. Hefur því víða verið komið upp skiltum við almenningsgarða þar sem á standa slagorðin, „Brown is the new green,“ eða, hinn nýi græni litur er brúnn.

Skylt efni: Þurrkar | Garðyrkja | Kalifornía

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...