Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Málar garðana græna
Fréttir 18. júní 2015

Málar garðana græna

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þurrkar í Kaliforníu virðast ekki vera öllum til bölvunar, því sumir sjá í þessu ástandi ný viðskiptatækifæri.

Þar sem fólki hefur verið bannað að vökva grasblettina fyrir framan hús sín datt einum manni í Sacramento í hug snjallræði til að flikka upp á sólþurrkaða og skrælnaða garða. 

Maðurinn, sem heitir Bill Schaffer, stofnaði fyrirtæki sem hann nefndi  „Brown Lawn Green“, sem útleggja mætti: Brúnar garðflatir grænar. Í stað þess að aka á milli garðeigenda og bjóðast til að vökva hjá þeim garðana með vatni, býður Schaffer þeim nú að úða yfir garðana með grænni málningu.

Garðeigandinn Shaun Johns virtist harla ánægður með framtakið í samtali við vefritið NewsFix.

„Þetta er ansi áhrifamikið. Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt áður.“ Sagði hann að þar sem lítið væri um slátt entist málningin nokkuð vel á garðinum. Þannig mætti búast við að málningarúðunin dygði í allt að sex til átta vikur yfir hásumarið.

Sagt er að málningin sem notuð er sé eiturefnalaus. Það ætti því að vera öruggt fyrir dýr og jafnvel börn að leika sér í fagurmáluðum görðunum. Á sama tíma hamast yfirvöld við að telja almenningi trú um að brúnir garðar séu bara alls ekki svo slæmir þegar mikið þarf að leggja á sig til að spara vatn. Hefur því víða verið komið upp skiltum við almenningsgarða þar sem á standa slagorðin, „Brown is the new green,“ eða, hinn nýi græni litur er brúnn.

Skylt efni: Þurrkar | Garðyrkja | Kalifornía

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...