Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Malbikaðir stígar í Dimmuborgum eru þurrir og auðir, enda mokaðir með liðléttingi á dögunum.
Fréttir 3. júní 2016

Malbikaðir stígar hafa sannað gildi sitt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Malbikaðir göngustígar í Dimmu­borgum voru í liðinni viku orðnir þurrir og auðir, en þeir voru mokaðir með liðléttingi. Öðru máli gegndi um ómalbikaða stíga, þeir voru fullir af snjó, bleytu og drullu. 
 
Til tals hefur komið hvort loka þurfi einhverjum leiðum á meðan þær þorna meira. Malbikaðir stígar í Dimmuborgum hafa sannað gildi sitt, en þegar ráðist var í þá framkvæmd kom fram gagnrýni þar á. 
 
Ekkert fé úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
 
Við úthlutun styrkja í ár úr Fram­kvæmdasjóði ferðamannastaða fékk Landgræðslan ekkert fjármagn og olli það mönnum vonbrigðum að því er fram kemur í frétt á Facebook-síðu Landgræðslunnar. 
 
Sótt var um 44 milljónir króna. Hugmyndin var að halda áfram að ganga frá stígum, setja upp skilti og vegpresta og malbika næsta bílastæði. 
 
Vissulega hefur ástandið í og við Dimmuborgir batnað mikið síðustu ár en það var mat Landgræðslunnar að nauðsynlegt væri að halda áfram og ljúka ákveðnum verkþáttum svo svæðið kæmist í enn betra horf.
Fólk úr fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins kom á dögunum og var býsna þétt á þingi í Dimmuborgum. 

3 myndir:

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...