Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa
Fréttir 12. nóvember 2020

Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa

Í dag, fimmtudaginn 12. nóvember heldur Fagráð í lífrænum búskap málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið fer fram rafrænt frá 10.00 – 16.00 en fundarstjóri er Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans.

Meðal erinda verða Lífræn ræktun og kolefni í jarðvegi – binding eða losun? sem Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen og prófessor við LBHÍ heldur. Einnig flytur Cornelias Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum fyrirlesturinn Hringrásarkerfið – næringarefni í umferð á Íslandi. Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur og lífrænn bóndi í Skaftholti fjallar um lífræna ræktun í framkvæmd og Carlo Leifert, prófessor og doktor í örverufræði frá Southern Cross University fer yfir nýjustu rannsóknir á lífrænt ræktuðum matvælum og áhrifum á heilsu. Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði heldur erindið Lífræn sauðfjárrækt á Íslandi – hvað þarf til? Ásamt þessu kemur fram sjónarmið nýliða um lífræna framtíð á Norðurlandi sem Sunna Hrafnsdóttir, lífrænn bóndi að Ósi í Hörgársveit flytur.

Hægt verður að tengjast málþinginu hér í gegnum vef Bændablaðsins.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...