Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Margildi verðlaunað fyrir síldarlýsi
Fréttir 17. júlí 2017

Margildi verðlaunað fyrir síldarlýsi

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Frumkvöðlafyrirtækið Margildi veitti nú nýverið viðtöku hinum alþjóðlegu iTQi (International Taste & Quality Institute) Superior Taste Award matvæla­gæðaverðlaunum fyrir síldarlýsi sitt. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í hinu sögufræga Cercle Royal Gaulois, í Brussel að viðstöddu miklu fjölmenni.

Að sögn starfsmanna Margildis, þá þykir það nokkuð mikil list að gera lýsi (ómega-3) svo gott að 135 meistarakokkum og matgæðingum líki vel. Margildi var stofnað 2013 af Erlingi Viðari Leifssyni og Snorra Hreggviðssyni.

Síldarlýsi  með og án appelsínubragðs

Verðlaunin voru veitt fyrir síldarlýsi Margildis bæði með og án appelsínubragðs. Verðlaunin eru sambærileg Michelin-stjörnum veitinga- og hótelbransans og er Margildi sönn ánægja að vera landi og þjóð til sóma á þennan hátt.

Verðlaunin eru mikil viðurkenning og mun efla markaðssetningu síldarlýsis Margildis þar sem söluaðilar á neytendamarkaði fá leyfi til að merkja síldarlýsið með viðurkenningarborða iTQi sem staðfestir bragðgæði lýsisins.

Einkaleyfisvarin framleiðsluaðferð

Einstök einkaleyfisvarin framleiðslu­aðferð Margildis á síldarlýsi stuðlar að nærri því tvöfalt betri nýtingu á hrálýsi úr síld, loðnu og makríl með því að vinna það til manneldis í stað dýraeldis. Þetta er m.a. umhverfismál því með því að gera það mögulegt að fólk neyti lýsisins beint má sleppa millilið sem er meltingarvegur dýra s.s. laxfiska. Margildi vinnur því að því að beina notkun á lýsi sem mest yfir í fljótandi form sem fæðubótarefni og einnig sem íblöndunarefni í matvæli, svokallað markfæði. Þannig er fleirum gert kleift að neyta ómega-3 á sama tíma og dregið er úr notkun umbúða.

Margildi vinnur í samstarfi við nokkur íslensk fyrirtæki að þróun hollra matvæla sem innihalda ómega-3 úr lýsinu og má þar m.a. nefna ferskt pasta, viðbit úr smjöri, skyr, íslenska repjuolíublöndu, brauð o.fl.

Víðtækur stuðningur

Frumkvöðlafyrirtæki eins og Margildi þurfa á öflugu stuðningsneti opinberra og einkaaðila að halda til að komast á legg. Án fjárstuðnings núverandi hluthafa Margildis, AVS, rannsóknasjóðs í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóðs Rannís, Uppbyggingarsjóðs Austurlands, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Íslandsbanka og TM, hefði þetta ekki verið hægt. Það á einnig við um ómetanlegt samstarf við aðra aðila s.s. Matís, Háskólann á Akureyri, Síldarvinnsluna, HB Granda, Loðnuvinnsluna, Eskju, Skinney Þinganes, Ísfélagið, Vinnslustöðina, Eflu, Alta, Kanon, KPMG, Samhenta, Sjávarútvegsráðstefnuna, Sjávarklasann ofl. aðila.

Verðlaunalýsi Margildis hefur verið selt til Evrópu og Bandaríkjanna og fer í smásöludreifingu hérlendis í lok sumars undir nýju vörumerki og líklegt að fleiri aðilar bætist í hópinn fljótlega.

Margildi vinnur áfram jafnt og þétt að frekari rannsóknum, vöruþróun og markaðssetningu framleiðsluvara ásamt undirbúningi að byggingu eigin lýsisverksmiðju.

Skylt efni: Margildi | lýsi | viðurkenning

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...