Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Margrét Ágústa Sigurðardóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands 1. ágúst næstkomandi.
Margrét Ágústa Sigurðardóttir tekur við starfi framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands 1. ágúst næstkomandi.
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands. Nýkjörin stjórn samtakanna hefur gengið frá ráðningunni og tekur hún til starfa 1. ágúst næstkomandi, að er fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökunum:

„Tekur hún við keflinu af Örvari Þór Ólafssyni, sem tók við því hlutverki tímabundið í byrjun apríl sl. samhliða störfum sínum sem fjármálastjóri samtakanna. Hagvangur annaðist ráðningarferlið og sóttu 28 manns um stöðuna.

Margrét Ágústa er lögfræðingur að mennt. Hún er með meistaragráðu úr lagadeild Háskóla Íslands og LL.M gráðu í evrópskum og alþjóðlegum skattarétti frá Háskólanum í Lundi. Margrét hefur starfað síðustu 6 ár hjá PwC á skatta- og lögfræðisviði en þar áður um árabil hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og yfirskattanefnd. Þá er Margrét Ágústa umsjónarkennari alþjóðlegs skattaréttar við Háskólann á Bifröst."

Haft er eftir Trausti Hjálmarsyni, formanns Bændasamtaka Íslands, í tilkynningunni:  „Það er afar ánægjulegt að fá Margréti Ágústu til þessa starfs. Ég er ekki í nokkrum vafa um að lögfræðileg sérþekking hennar, m.a. í skatta- og Evrópurétti, auk tollalöggjafar bæði hérlendis og erlendis, mun nýtast okkur með margvíslegum hætti. Stjórn Bændasamtakanna er staðráðin í að taka hraustlega til hendinni á næstu misserum og árum. Margrét Ágústa á eftir að verða dýrmætur liðsauki í þeim verkefnum.“

Sjálf segir Margrét Ágústa í tilkynningunni: „Frá blautu barnsbeini hef ég borið djúpa virðingu fyrir bændum og störfum þeirra. Mér þykir því sérstaklega vænt um það traust sem mér hefur verið sýnt með þessari ráðningu. Engum dylst mikilvægi þess að íslenskur landbúnaður geti áfram staðið vörð um afdráttarlaus gæði og hreinleika framleiðslu sinnar ásamt því að gegna lykilhlutverki í fæðuöryggi þjóðarinnar. Við okkur blasa fjölmörg sóknarfæri og í þeim efnum geta Bændasamtökin skipt miklu máli með margvíslegum hætti. Ég er full tilhlökkunar að bretta upp ermar og taka kröftugan þátt í því mikilvæga verkefni ásamt starfsfólki og stjórn samtakanna. Ekki síður hlakka ég til þess samtals og samstarfs við bændur sem bíður mín í takti við þá áherslu stjórnarinnar að grasrótin stýri ávallt ferðinni.“

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla
Fréttir 15. nóvember 2024

Snjallsímar bannaðir í grunnskóla

Frá því í haust hefur nemendum Kirkjubæjarskóla verið óheimilt að vera með snjal...

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal
Fréttir 15. nóvember 2024

Stórtæk ræktun á Hrym í Búðardal

Ræktunarstöð fyrir lerkitegundina Hrym hefur verið stofnsett í Búðardal þar sem ...

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...