Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Ærin á myndinni er Lokkaprúð 22-886 á Þorgautsstöðum 2, Hvítársíðu. Hún reiknast 94 prósent af feldfjárættum.
Ærin á myndinni er Lokkaprúð 22-886 á Þorgautsstöðum 2, Hvítársíðu. Hún reiknast 94 prósent af feldfjárættum.
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í Fjárvís, skýrsluhaldsforritið í sauðfjárrækt, en þar hefur ekki fyrr verið haldið skipulega utan um þessa ræktun.

Árni Brynjar Bragason.

Að sögn Árna Brynjars Bragasonar, ráðunautar hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, er með ræktun á feldfé sóst eftir ákveðnum feldeiginleikum hjá íslensku fé, það sé jafníslenskt og annað fé í landinu en ræktunarmarkmið eru önnur. Fyrst og fremst séu það bændur í Rangárvallasýslu og á Vesturlandi sem hafa sýnt feldfjárrækt áhuga utan heimasvæði og konur séu í miklum meirihluta ræktenda.

Fíngerðara tog

Árni segir að upphaf þessarar sérstöku ræktunar megi rekja til áttunda áratugar síðustu aldar, þegar betra verð fékkst fyrir gráar gærur á erlendum mörkuðum en aðrar íslenskar gærur.

Eitt af einkennum íslenska fjárstofnsins eru tvær gerðir ullarhára; tog og þel. Árni segir að markmið og sérstaða feldfjárræktarinnar felist í að rækta jafnari háragerð en almennt sé í íslensku fé. Minnka þelið en ná fram fíngerðu togi sem leggist í sterka, hæfilega stóra og gljáandi lokka sem ná alveg inn að skinni. Ullin verði sérstök og sé rómuð af handverksfólki fyrir einstaka mýkt og fallegan gljáa.

Tvö bú sem bera uppi ræktunarstarfið

Með markvissu vali frá þeim tíma hefur tekist að rækta fram þessa sérstöku gærueiginleika í örfáum hjörðum í Vestur­Skaftafellssýslu. „Í dag eru það tvö bú þar eystra sem bera uppi þessa ræktun í Vestur­-Skaftafellssýslu, það er á Melhóli í Meðallandi og á Þykkvabæjarklaustri,“ segir Árni.

Hann segir ræktun á feldfé hafa aukist á síðustu árum og segir Árni að 1.356 kindur hafi í dag fengið útreiknaða feldprósentu sem segir til um hversu hátt hlutfall hægt er að rekja til feldræktunarinnar í Vestur­ Skaftafellssýslu. „Raunverulegur fjöldi feldfjár sem verður settur á vetur liggur ekki fyrir fyrr en í desember, þegar bændur hafa flestir skilað haustgögnum í Fjárvís,“ segir hann.

Betra aðgengi að upplýsingum um feldgæðin

Í Fjárvís er nú hægt að sjá feldgæða­ dóma gripa undir flipanum „Feldgæði“, sem birtist í „Yfirlit grips“, en áður var aðeins hægt að fletta dómunum upp í „Feldgæðayfirliti“. Þá er einnig hægt að fá upp yfirlit yfir allt feldfé búsins, undir „Yfirlit – Feldfjár yfirlit“.

„Allmörg bú hafa prófað að sæða með feldhrútum en talsvert færri hafa farið af stað með einhverja ræktun. Ef talin eru bú sem eiga einhverja gripi sem eru meira en 50 prósent af feldættum þá eru þau samtals 41 bú. Þetta getur verið allt frá einum grip upp í yfir 100 gripi eins og eru á grunnbúunum tveimur sem fyrr hafa verið nefnd,“ segir Árni enn fremur, spurður um hversu útbreidd þessi ræktun sé í landinu.

Skylt efni: feldfjárrækt

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...