Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Myndin tengist ekki umfjölluninni beint.
Myndin tengist ekki umfjölluninni beint.
Mynd / Bbl
Fréttir 8. júní 2020

MAST kærir meinta sölu á heimaslátruðu lambakjöti

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur óskað eftir lögreglurannsókn á meintri ólögmætri dreifingu lambakjöts, af gripum sem slátrað var heima á bæ á Norðurlandi síðastliðinn vetur. Tveir einstaklingar búsettir þar buðu lambakjöt til sölu á samfélagsmiðli. Grunur leikur á að kjötið komi úr heimaslátruðu sauðfé.

Samkvæmt lögum um slátrun og sláturafurðir má einungis dreifa og selja kjöt sem hefur verið slátrað í löggiltu sláturhúsi og heilbrigðisskoðað af dýralækni á vegum Matvælastofnunar. „Meint brot felst í því að taka til slátrunar sauðfé utan sláturhúss og setja á markað afurðirnar af því fé án þess að það hafi verið heilbrigðisskoðað í samræmi við gildandi löggjöf. Einungis má nýta afurðir af heimaslátruðu fé til einkaneyslu,“ segir í tilkynningunni.

Einar Thorlacius, lögfræðingur hjá Matvælastofnun, segir málið nú í höndum lögreglu að meta hvort hún gefur út ákæru eða fellir málið niður. „Um er að ræða tvö sauðfjárbú.  Það eina sem við höfum í höndunum eru auglýsingar á Facebook-síðum og svör umræddra aðila eftir bréfaskriftir Matvælastofnunar við þá.  Við töldum svörin ófullnægjandi. Rannsóknarheimildir okkar eru hins vegar takmarkaðar – við getum t.d. ekki kallað fólk til yfirheyrslu – og því töldum við eðlilegt að vísa málinu til lögreglu til frekari rannsóknar.

Við getum ekki upplýst um hvaða bæi er að ræða,“ segir Einar. Hann vekur athygli á fundargerð heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra frá 20. nóvember 2019 þar sem bókað var að úrgangur í gámum gefi til kynna að talsvert sé um sölu og heimavinnslu á kjöti í umdæminu. Heilbrigðiseftirliti er þar falið að reyna að áætla magn og meðferð úrgangs í samráði við MAST og sveitarfélögin sem koma að rekstri Heilbrigðiseftirlitsins.

„Ef um er að ræða heimaslátraðar afurðir sem reynt er að selja án þess að það hafi tekist er væntanlega um að ræða tilraun til brots á þágildandi löggjöf um slátrun og sláturafurðir. En þetta mun lögreglan væntanlega rannsaka nánar,“ segir Einar.

 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.