Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans á dögunum.
Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans á dögunum.
Mynd / smh
Fréttir 19. apríl 2017

Matarhakkaþon haldið í húsakynnum Sjávarklasans

Höfundur: smh

Viðburðurinn LYST - Future of the food verður haldinn dagana 27.-30. apríl næstkomandi. Honum er meðal annars ætlað að örva nýsköpun í matvælageiranum.

Viðburðurinn samanstendur af þremur liðum; ráðstefnu um framtíð viðskipta með matvæli, sem fer fram í Gamla Bíói í Reykjavík þann 27. apríl, Matarferðalagi þar sem erlendir gestir ráðstefnunar fara út á land – og hitta þá sem eru raunverulega að búa til og framleiða mat –  og að endingu fer fram fyrsta íslenska matarhakkaþonið fram í húsakynnum Íslenska Sjávarklasasans.

Finna lausnir saman á 36 tímum

Frumkvöðullinn Ingi Björn Sigurðsson kynnti viðburðinn á fundi Landbúnaðarklasans fyrir skemmstu. Hann segir að Matarhakkaþon sé viðburður þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að finna lausnir saman á tilteknum vandamálum, á 36 klukkutímum. „Nafnið hakkaþon er einmitt sett saman úr því að hakka eitthvað saman og maraþoni. Hakkaþon er vel þekkt úr tækniheiminum þar sem fyrirtæki á borð við Google og Facebook nota þessa aðferð til að fá starfsmenn sína til þess að hakka saman lausnir og veita verðlaun fyrir bestu lausnirnar. Fyrirtækin nýta hakkaþon til þess að örva sköpunarkraft starfsmanna og jafnframt til þess að finna ný tækifæri.

Það sem er gaman við matarhakkaþon er að það geta allir tekið þátt. Það geta allir skapað eitthvað í kringum mat, búið til mat, búið til matarkonsept og eða blandað mat og tækni saman. Á matarhakkaþoni á heima fólk á öllum aldri; ömmur, afar og barnabörn. Fólk með allskonar bakgrunn; matareiðslufólk, matvælaframleiðendur, markaðsfólk, hönnuðir, sjómenn, bændur og búalið. Í rauninni það eina sem þarf til, er að vera umhugað um matvæli og hafa áhuga á sköpun. 

Þema Matarhakkaþonsins er sjálfbærni. Lausnir eða afurðir út úr því gætu til dæmis verið barnamatur úr íslenskum fiski, gulrótarsnakk, markaðstorg fyrir matarafganga, app sem hjálpar viðskiptavinum að finna íslenskar vörur, lamb til leigu, rabarbaraís. Svo eru auðvitað ótal aðrar hugmyndir,“ segir Ingi Björn.

Nánari upplýsingar um viðburðinn er að finna á vefnum lyst.is og þar er einnig hægt að skrá sig til þátttöku.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...