Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Frá Skagaströnd.
Frá Skagaströnd.
Mynd / HKr.
Fréttir 25. október 2016

Matarsmiðja sett upp hjá BioPol

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
BioPol ehf. á Skagaströnd ætlar að setja upp matarsmiðju sem starfrækt verður í tengslum við rannsóknarstofu félagsins og hefur auglýst eftir matvælafræðingi til að hafa umsjón með henni.
 
Hlutverk hans verður fyrst og fremst að veita nauðsynlega sérfræðiráðgjöf og aðstoða frumkvöðla við að þróa vörur sínar í markaðshæft form. Jafnframt mun viðkomandi aðili aðstoða við uppsetningu gæðahandbóka og veita nauðsynlega ráðgjöf er varðar kröfur hins opinbera varðandi matvælaframleiðslu.
 
Vona að fólk á svæðinu sjái hag í að nýta sér aðstöðuna
 
Matarsmiðjan mun hafa öll tilskilin leyfi til matvælaframleiðslu og skapar því möguleika fyrir frumkvöðla í matvælavinnslu til þess að taka fyrstu skref framleiðslu og þróunar á vörum sínum án þess að leggja út í miklar fjárfestingar. Ætti slík aðstaða meðal annars að geta nýst bændum sem vildu selja afurðir sínar beint frá býli.
 
Verkefnið er tilkomið vegna starfa landshlutanefndar fyrir Norðurland vestra sem hafði m.a. það markmið að efla byggðaþróun og fjölga atvinnutækifærum á svæðinu.
 
Matarsmiðjan klár um áramót
 
Gert er ráð fyrir að Matarsmiðjan verði tilbúin til notkunar seint á þessu ári eða í janúar 2017 og eru bundnar vonir við að fólk af svæðinu muni sjá sér hag í að nýta aðstöðuna. 

Skylt efni: BioPol | Skagaströnd | matarsmiðja

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...