Íbúðum verður fjölgað á Skagaströnd
Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Skagaströnd á liðnum árum, einungis hefur fjölgað um eina íbúð síðastliðinn áratug þegar byggt var einbýlishús. Íbúðaskortur er farinn að hafa veruleg áhrif. Í núgildandi húsnæðisáætlun sveitarfélagsins kemur m.a. fram að skortur á íbúðarhúsnæði komi í veg fyrir eðlilega framþróun sveitarfélagsins.