Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Mynd / Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Fréttir 22. febrúar 2022

Íbúðum verður fjölgað á Skagaströnd

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Skagaströnd á liðn­um árum, einungis hefur fjölgað um eina íbúð síðast­liðinn áratug þegar byggt var einbýlishús. Íbúðaskortur er farinn að hafa veruleg áhrif. Í núgildandi húsnæðisáætlun sveitar­félags­­ins kemur m.a. fram að skortur á íbúðarhúsnæði komi í veg fyrir eðlilega framþróun sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa nú gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf í þá veru að leita leiða til að fjölga íbúðum og efla stafræna stjórnsýslu á Skagaströnd. Greint er frá yfirlýsingunni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fram kemur að ungt fólk sem vilji snúa heim að loknu námi eða nýir íbúar sem vilja sækja atvinnu til Skagastrandar hafa ekki um mikið að velja. Skortur á húsnæði hamlar fjölgun íbúa í sveitarfélaginu þar sem lítið og stundum ekki neitt íbúðarhúsnæði standi til boða.

Veigamikill þáttur í uppbyggingu atvinnu að hentugt húsnæði sé til staðar

Alexandra Jóhannesdóttir, sveitar­stjóri Sveitarfélagsins Skaga­­strandar, fagnar því framfara­skrefi sem felst í samstarfinu við HMS og vonar að það verði til framtíðar gjöfult þegar kemur að nýbyggingum á Skagaströnd.

„Það er veigamikill þáttur í uppbyggingu á atvinnu í sveitarfélaginu og auknum umsvifum í ferðaþjónustu að til staðar sé hentugt húsnæði fyrir aðila sem vilja setjast að á Skagaströnd,“ segir hún.

Í viljayfirlýsingunni kemur fram að markmið samstarfsins sé að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu m.a. með því að nýta þau úrræði sem stofnunin hafi og auglýsa eftir byggingaaðilum til að taka þátt í að bygga íbúðir í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið og stofnunin muni vinna að því að efla stafræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu m.a. með útgáfu á stafrænni húsnæðisáætlun, markvissri notkun mannvirkjaskrár HMS auk þess að hefja undirbúning við skráningu leigusamninga á svæðinu í húsnæðisgrunn HMS.

Viljayfirlýsingin er hluti af verkefninu Tryggð byggð, sem er samstarfsvettvangur um húsnæðis­uppbyggingu á landsbyggðinni.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...