Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Stefnt er að því að fjölga íbúðum á Skagaströnd en þar hefur ekki verið byggt íbúðarhúsnæði í áratug.
Mynd / Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Fréttir 22. febrúar 2022

Íbúðum verður fjölgað á Skagaströnd

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Lítið hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Skagaströnd á liðn­um árum, einungis hefur fjölgað um eina íbúð síðast­liðinn áratug þegar byggt var einbýlishús. Íbúðaskortur er farinn að hafa veruleg áhrif. Í núgildandi húsnæðisáætlun sveitar­félags­­ins kemur m.a. fram að skortur á íbúðarhúsnæði komi í veg fyrir eðlilega framþróun sveitarfélagsins.

Sveitarfélagið Skagaströnd og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hafa nú gert með sér viljayfirlýsingu um samstarf í þá veru að leita leiða til að fjölga íbúðum og efla stafræna stjórnsýslu á Skagaströnd. Greint er frá yfirlýsingunni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Fram kemur að ungt fólk sem vilji snúa heim að loknu námi eða nýir íbúar sem vilja sækja atvinnu til Skagastrandar hafa ekki um mikið að velja. Skortur á húsnæði hamlar fjölgun íbúa í sveitarfélaginu þar sem lítið og stundum ekki neitt íbúðarhúsnæði standi til boða.

Veigamikill þáttur í uppbyggingu atvinnu að hentugt húsnæði sé til staðar

Alexandra Jóhannesdóttir, sveitar­stjóri Sveitarfélagsins Skaga­­strandar, fagnar því framfara­skrefi sem felst í samstarfinu við HMS og vonar að það verði til framtíðar gjöfult þegar kemur að nýbyggingum á Skagaströnd.

„Það er veigamikill þáttur í uppbyggingu á atvinnu í sveitarfélaginu og auknum umsvifum í ferðaþjónustu að til staðar sé hentugt húsnæði fyrir aðila sem vilja setjast að á Skagaströnd,“ segir hún.

Í viljayfirlýsingunni kemur fram að markmið samstarfsins sé að fjölga íbúðum í sveitarfélaginu m.a. með því að nýta þau úrræði sem stofnunin hafi og auglýsa eftir byggingaaðilum til að taka þátt í að bygga íbúðir í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið og stofnunin muni vinna að því að efla stafræna stjórnsýslu í sveitarfélaginu m.a. með útgáfu á stafrænni húsnæðisáætlun, markvissri notkun mannvirkjaskrár HMS auk þess að hefja undirbúning við skráningu leigusamninga á svæðinu í húsnæðisgrunn HMS.

Viljayfirlýsingin er hluti af verkefninu Tryggð byggð, sem er samstarfsvettvangur um húsnæðis­uppbyggingu á landsbyggðinni.

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...