Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matjurtaræktarhefð í stærri stíl er hverfandi á Austurlandi, en Framfarafélag Fljótsdalshéraðs vinnur nú að verkefni sem hefur að markmiði að blása lífi í slíka ræktun í fjórðungnum. Á myndinni, sem tekin var í fyrrahaust, er Friðjón Þórarinsson, bóndi á
Matjurtaræktarhefð í stærri stíl er hverfandi á Austurlandi, en Framfarafélag Fljótsdalshéraðs vinnur nú að verkefni sem hefur að markmiði að blása lífi í slíka ræktun í fjórðungnum. Á myndinni, sem tekin var í fyrrahaust, er Friðjón Þórarinsson, bóndi á
Mynd / MÞÞ
Fréttir 29. október 2015

Matjurtarækt í stærri stíl hverfandi fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
,,Matjurtarækt á Austurlandi“ er undirbúningsverkefni, sem Framfarafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir, ásamt nokkrum samstarfsaðilum, en þeir eru Gróðrar­stöðin Barri, Búnaðar­samband Austurlands og Hitaveita Egilsstaða og Fella.
 
Styrkur fékkst frá Uppbyggingar­sjóði Austurbrúar til að vinna að verk­efninu. 
 
Ræktun heima í héraði uppfyllir lítið brot af þörfinni
 
Þórarinn Lárusson í  Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs segir að samkvæmt fremur grófri en allviðamikilli könnun verkefnastjórnar félagsins uppfylli matjurtaframleiðsla eystra mjög lítinn hluta af matjurtaþörf mötuneyta og veitingastaða og greinilegt að þar er mikið borð fyrir báru, jafnvel á sviði algengustu matjurta, eins og rótarávaxta, kál- og salattegunda, hvað þá heilsársframleiðslu í gróðurhúsum, svo sem eins og á tómötum, en þó er mikið heitt vatn til staðar á Héraði. 
 
Félagið stóð fyrir kynningarfundum á dögunum, enginn mætti á Reyðarfirði, en í Valaskjálf á Egilsstöðum var haldinn ágætur fundur um málið.  Í kjölfarið hefur verið unnið að námskeiðsáætlun að frumkvæði Guðríðar Helgadóttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands. 
 
Skortur á reynslu og þekkingu
 
Nú stendur fyrir dyrum stjórnarfundur hjá FF, og með samstarfsaðilum í kjölfarið, þar sem mál þessi verða m.a. rædd og teknar ákvarðanir um fleiri kynningarfundi og námskeið í matjurtarækt víðs vegar í fjórðungnum á næstunni. Þórarinn segir  of snemmt að fjalla um þau sem og frekari áform, fyrst þurfi að sjá hver þátttakan verði. 
 
„Greinilegt er að hér eystra er matjurtaræktarhefð, a.m.k. í stærri stíl, alveg hverfandi, þegar lífræna ræktunin í Vallanesi er frátalin, og vöntun á sérfæðiþekkingu og reynslu á þessu sviði er mikil, miðað við það sem þekkist víða annars staðar á landinu,“ segir Þórarinn og það sé þrátt fyrir að náttúruskilyrði séu að mörgu leyti góð. 

2 myndir:

Skylt efni: Matjurtarækt

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...