Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Matjurtaræktarhefð í stærri stíl er hverfandi á Austurlandi, en Framfarafélag Fljótsdalshéraðs vinnur nú að verkefni sem hefur að markmiði að blása lífi í slíka ræktun í fjórðungnum. Á myndinni, sem tekin var í fyrrahaust, er Friðjón Þórarinsson, bóndi á
Matjurtaræktarhefð í stærri stíl er hverfandi á Austurlandi, en Framfarafélag Fljótsdalshéraðs vinnur nú að verkefni sem hefur að markmiði að blása lífi í slíka ræktun í fjórðungnum. Á myndinni, sem tekin var í fyrrahaust, er Friðjón Þórarinsson, bóndi á
Mynd / MÞÞ
Fréttir 29. október 2015

Matjurtarækt í stærri stíl hverfandi fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
,,Matjurtarækt á Austurlandi“ er undirbúningsverkefni, sem Framfarafélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir, ásamt nokkrum samstarfsaðilum, en þeir eru Gróðrar­stöðin Barri, Búnaðar­samband Austurlands og Hitaveita Egilsstaða og Fella.
 
Styrkur fékkst frá Uppbyggingar­sjóði Austurbrúar til að vinna að verk­efninu. 
 
Ræktun heima í héraði uppfyllir lítið brot af þörfinni
 
Þórarinn Lárusson í  Framfarafélagi Fljótsdalshéraðs segir að samkvæmt fremur grófri en allviðamikilli könnun verkefnastjórnar félagsins uppfylli matjurtaframleiðsla eystra mjög lítinn hluta af matjurtaþörf mötuneyta og veitingastaða og greinilegt að þar er mikið borð fyrir báru, jafnvel á sviði algengustu matjurta, eins og rótarávaxta, kál- og salattegunda, hvað þá heilsársframleiðslu í gróðurhúsum, svo sem eins og á tómötum, en þó er mikið heitt vatn til staðar á Héraði. 
 
Félagið stóð fyrir kynningarfundum á dögunum, enginn mætti á Reyðarfirði, en í Valaskjálf á Egilsstöðum var haldinn ágætur fundur um málið.  Í kjölfarið hefur verið unnið að námskeiðsáætlun að frumkvæði Guðríðar Helgadóttur frá Landbúnaðarháskóla Íslands. 
 
Skortur á reynslu og þekkingu
 
Nú stendur fyrir dyrum stjórnarfundur hjá FF, og með samstarfsaðilum í kjölfarið, þar sem mál þessi verða m.a. rædd og teknar ákvarðanir um fleiri kynningarfundi og námskeið í matjurtarækt víðs vegar í fjórðungnum á næstunni. Þórarinn segir  of snemmt að fjalla um þau sem og frekari áform, fyrst þurfi að sjá hver þátttakan verði. 
 
„Greinilegt er að hér eystra er matjurtaræktarhefð, a.m.k. í stærri stíl, alveg hverfandi, þegar lífræna ræktunin í Vallanesi er frátalin, og vöntun á sérfæðiþekkingu og reynslu á þessu sviði er mikil, miðað við það sem þekkist víða annars staðar á landinu,“ segir Þórarinn og það sé þrátt fyrir að náttúruskilyrði séu að mörgu leyti góð. 

2 myndir:

Skylt efni: Matjurtarækt

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...