Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Matjurtir ræktaðar í stórum blöðrum
Fréttir 15. september 2015

Matjurtir ræktaðar í stórum blöðrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Út af ströndum Norður-Ítalíu er verið að gera tilraunir með að rækta matjurtir í litlum gróður­húsablöðrum neðansjávar. Verkefnið kallast Nemógarðarnir.

Blöðrunnar eða gróðurhúsin eru fest við sjávarbotninn þannig að þau haldast á um átta metra dýpi eftir að dælt hefur verið í þau lofti. Verkefnið sem kallast Nemógarðarnir er unnið í samvinnu kafara og garðyrkjufræðinga.

Verkefnið var sett á laggirnar árið 2012 og í dag eru ræktunarblöðrurnar sjö og í þeim eru ræktuð jarðarber, kryddjurtir og salat. Þar sem verkefnið er enn á tilraunastigi er ekki um neina stórræktun að ræða enda ekki pláss fyrir nema 22 plöntur í hverri blöðru.

Í fyrstu fór langur tími í að hanna blöðrurnar og velja hvaða efni ætti að nota í þær. Núverandi hönnun lofar góðu og segja talsmenn tilraunanna að kominn sé tími til að stækka þær og auka þannig ræktunina.

Rannsóknir sýna að plöntur, að þörungum undanskildum, þurfa ljós af ákveðinni bylgjulengd sem eyðist út neðan við tíu metra dýpi í sjó. Hugmyndin um að nota blöðrur fyrir ræktun neðansjávar er því byltingarkennd og leysir það vandamál að þurfa að notast við raflýsingu.

Aðstandendur tilraunarinnar segja að þær lofi góðu og ekki leiki nokkur vafi á að neðansjávargarðyrkja eigi eftir að aukast í framtíðinni á sama tíma og fólki fjölgar og land til ræktunar minnkar.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...