Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands.
Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands.
Mynd / smh
Fréttir 31. mars 2020

Matur verði stærri hluti af heildarímynd Íslands

Höfundur: Ritstjórn

Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands, er gestur Hafliða Halldórssonar í hlaðvarpinu Máltíð. Matarauður Íslands hefur þann megintilgang að draga fram sérstöðu íslensks hráefnis og matarmenningar. Markmiðið er að stækka hlutdeild matar í heildarímynd Íslands og auka við þekkingu og ásókn í íslenskar matvörur og afurðir. Matarauðurinn styrkir líka matartengd verkefni sem efla heildarhagsmuni byggða og verðmætasköpun í sátt við sjálfbæra þróun.

Brynja er með meist­ara­gráðu í alþjóðaviðskipt­um og markaðsfræði frá Há­skóla Íslands. Hún er einnig með BSc.-próf í hjúkr­un­ar­fræði og hef­ur starfað á heil­brigðis­sviðinu, bæði sem hjúkr­un­ar­fræðing­ur og sem verk­efna­stjóri hjá Land­læknisembætt­inu.

Gerum okkur meiri mat úr hefðum

Í þættinum ræðir Brynja meðal annars um fjölbreytta matvælaframleiðslu, nýsköpun og mikilvægi þess að við gerum okkur mat úr íslenskum hefðum og hráefni til að skapa okkur sérstöðu og aðgreiningu. Smáframleiðslu, heimboð til bænda og Reko-hópa á Facebook ber á góma ásamt umræðu um vannýtt hráefni og tækifæri sem í þeim felast.

Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

 

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.