Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Breyting verður á eftirliti með matvælum og hollustuháttum.
Breyting verður á eftirliti með matvælum og hollustuháttum.
Fréttir 26. október 2023

Matvælaeftirlit yrði á ábyrgð MAST

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Heilbrigðiseftirlit munu færast til stofnana ríkisins verði að tillögum starfshóps um fyrirkomu lag eftirlits með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælaeftirliti.

Það er niðurstaða skýrslu sem Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra boðaði til kynningar um málefnið sl. þriðjudag.

Tillagan felur í sér að allt eftirlit með hollustuháttum og mengunarvörnum ásamt matvælaeftirliti verði hjá stofnunum ríkisins. Í dag er dagleg framkvæmd eftirlitsins að verulegum hluta í höndum heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga en meginábyrgð á framkvæmd og samræming hjá Umhverfisstofnun og Matvælastofnun.

„Það er ljóst eftir mörg og ítarleg samtöl við aðila sem eftirlitið snertir frá ýmsum hliðum að ósamræmi í framkvæmd eftirlits er of mikið, stjórnsýsla er of flókin og yfirsýn skortir,“ segir í skýrslunni.

Í tillögu starfshópsins er hins vegar gert ráð fyrir því að ábyrgð á eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum færist frá heilbrigðiseftirliti til Umhverfisstofnunar og eftirlit með matvælum færist frá heilbrigðiseftirliti til Matvælastofnunar. Telur hópurinn að sú sviðsmynd sé líklegust til að tryggja nauðsynlega samræmingu, að því er fram kemur í skýrslunni.

Þar kemur jafnframt fram að horft hafi verið til byggðarsjónarmiða varðandi mögulega færslu verkefna frá sveitarfélögum til ríkisstofnana. „Að því gefnu að starfsfólk sem nú sinnir opinberu eftirliti hjá heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga fái forgang um störf hjá miðlægum eftirliststofnunum telur starfshópurinn þá hættu vera óverulega að opinberum störfum á landbyggðinni fækki.“

Skylt efni: matvælaeftirlit

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...