Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ánægðir neytendur með vörur sínar á Akranesi.
Ánægðir neytendur með vörur sínar á Akranesi.
Mynd / REKO Vesturland
Fréttir 14. nóvember 2018

Matvælaframleiðendur afhenda vörur milliliðalaust til neytenda

Höfundur: smh
Fyrsta afhending úr svokölluðum REKO-hópum, sem eru starf­ræktir á Facebook, var laugar­daginn 13. október. Um milliliða­laus viðskipti er að ræða á milli smáframleiðenda matvæla – eða bænda – við neytendur. Næstu afhendingar verða 17. nóvember á bílaplani Krónunnar á Akranesi milli klukkan 11 og 12 og á bílaplani Krónunnar í Lindum milli klukkan 14 og 15.
 
Um tvo hópa er að ræða; REKO Vesturland og REKO Reykjavík – og áttu neytendur stefnumót við framleiðendurna á bílaplani Krónunnar á Akranesi annars vegar og á bílaplani Krónunnar í Lindum Kópavogs hins vegar. Meðlimir í þessum hópum sem voru mættir á afhendingarstaðinn höfðu þá þegar lagt inn pantanir hjá framleiðendunum og greitt fyrir með rafrænum hætti.  
 
Kristján Þór Júlíusson, sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra, var í hópi neytenda sem hafði lagt inn pöntun í Reykjavíkurhópnum og var mættur til að taka við vörum úr hendi framleiðanda síns. Hann ræddi við framleiðendur og aðra þá sem voru mættir á svæðið. Að sögn skipuleggjendanna gekk afhendingin hratt og vel fyrir sig og fóru neytendur, framleiðendur og skipuleggjendur ánægðir heim.
 
Smáframleiðendurnir færast ofar í virðiskeðjunni
 
Tilgangurinn með REKO er að efla nærsamfélagsneyslu og færa framleiðendur og kaupendur nær hver öðrum; gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði og færa smáframleiðendur ofar í virðiskeðjunni.
 
REKO er tekið úr sænsku og er stytting á „vistvænir og heiðarlegir viðskiptahættir“. Fyrir­myndin kemur frá Finnlandi og hefur verið að ryðja sér til rúms á Norðurlöndunum og á meginlandi Evrópu. Matarauður Íslands – í samvinnu við Bændasamtök Íslands – hefur unnið að því að koma REKO-hugmyndafræðinni af stað hér á landi og eru fleiri hópar að myndast um land allt.
 
Næstu afhendingar um næstu helgi
 
Síðasta afhending úr REKO-hópunum var við Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði 3. nóvember. Næsta afhending verður svo laugardaginn 17. nóvember á bílaplani Krónunnar á Akranesi milli klukkan 11 og 12 og sama dag verður afhending hjá REKO Reykjavík á bílaplani Krónunnar í Lindum milli klukkan 14 og 15.
 
Sérstakur viðburður er stofnaður í kringum hvern afhendingardag innan hvers REKO-hóps og bjóða framleiðendur vörur sínar til sölu með stöðufærslu inn í viðburðinum. Áhugasamir senda þeim svo skilaboð þar sem þeir tilgreina hvað þeir vilji kaupa; annaðhvort með athugasemdum við færslurnar eða í einkaskilaboðum. Vörur eru ekki til sölu á staðnum því þetta er eingöngu afhending á fyrirfram pöntuðum og greiddum vörum – en ekki markaður. Allir matvælaframleiðendur með starfsleyfi hafa leyfi til að selja vörur sínar í gegnum þessa hópa. 
 
Arnheiður Hjörleifsdóttir, stjórnandi REKO Reykjavík, og Hlédís Sveins­dóttir, stjórnandi REKO Vesturland, við Krónuna á Akranesi.
 
Arnheiður Hjörleifsdóttir er bóndi á Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd og kom færandi hendi með vörur á bílastæði Krónunnar á Akranesi.
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...