Matvælastofnun hefur aflétt banni á Seglbúðum
Frá og með deginum í dag hefur banninu verði aflétt, sem Matvælastofnun setti á sláturhúsið í Seglbúðum varðandi markaðssetningu afurða þaðan.
Í tilkynnigu frá Matvælastofnun kemur fram að bannið hafi tekið gildi 23. febrúar síðastliðinn og var ástæðan sú að skömmu áður hafði eftirlitsmönnum Matvælastofnunar verið meinaður aðgangur að húsnæði sláturhússins til reglubundins eftirlits.
Eftirlit hefur nú farið fram samkvæmt tilkynningunni, án vandkvæða, og banninu því aflétt.