Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Matvælastofnun hvetur til ábyrgra smitvarna í tengslum við dýr
Mynd / Bbl.
Fréttir 19. júlí 2019

Matvælastofnun hvetur til ábyrgra smitvarna í tengslum við dýr

Höfundur: Ritstjórn

Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er hvatt til að stunda ábyrga hegðun varðandi snertingu við dýr, umhverfi þeirra og afurðir. Tilefnið er skæð E. coli sýking sem kom upp nýlega á bænum Efstadal í Bláskógabyggð og hefur smitað fjölda barna. „Almennt hreinlæti og handþvottur er lykilatriði til að koma í veg fyrir að matvæli og fólk smitist,“ segir á vef Mast.

„Undanfarnar vikur hefur fólk sýkst af eiturmyndandi E. coli (STEC) bakteríu á bænum Efstadal 2 og tengist það heimsóknum á bæinn. Vitað er að E. coli bakteríur lifa í þörmum dýra og eru í öllu umhverfi þeirra og eru almennt meinlausar. Í Efstadal er á ferð einstaklega skæður stofn, E.coli O026 og gæti þessi stofn verið víðar og því ber ætíð að gæta fyllstu varúðar í allri umgengni við dýr og meðferð matvæla í nálægð við dýr. Í þessu felst að þvo sér alltaf um hendur áður en matar er neytt og láta börn þvo sér eftir snertingu við dýr þar sem þau eru gjörn á að setja fingur oft í munn. Sótthreinsun með handspritti ein og sér er ekki nægjanleg, ætíð skal þvo hendur fyrst,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar.

Til þess að sýkja fólk þá þarf bakterían að komast niður í meltingarveg um munn, svo sem með því að borða smituð matvæli eða sleikja óhreinar hendur. Sama á við um aðrar sjúkdómsvaldandi bakteríur sem geta verið til staðar í heilbrigðum dýrum. Vitað er að 60% sýkinga í fólki í heiminum eru súnur, en það eru sjúkdómar sem berast milli manna og dýra. Umgengni við dýr getur haft jákvæð áhrif á heilsu og líðan manna en hafa skal í huga að smitefni getur borist á milli manna og dýra.

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent
Fréttir 15. ágúst 2024

Reiknað afurðaverð hækkar um 17 prósent

Landsmeðaltal á reiknuðu afurðaverði fyrir kíló dilkakjöts hækkar um 17 prósent ...

Sólheimar án  lífrænnar vottunar
Fréttir 15. ágúst 2024

Sólheimar án lífrænnar vottunar

Garðyrkjustöðin Sunna á Sólheimum er hætt ræktun á lífrænt vottuðum garðyrkjuafu...

Einokun og afleit þjónusta
Fréttir 15. ágúst 2024

Einokun og afleit þjónusta

Viðvarandi skortur á framboði á koltvísýringi hefur haft áhrif á garðyrkjuframle...

Norrænt samstarf um fæðuöryggi
Fréttir 6. ágúst 2024

Norrænt samstarf um fæðuöryggi

Norðurlöndin hafa tekið upp formlegt samstarf á sviði fæðuöryggis.

Greina þörf á tæknilausnum
Fréttir 31. júlí 2024

Greina þörf á tæknilausnum

Evrópskt netverk um stafræna nýsköpun og gagnatækni fyrir búfjárrækt sem byggir ...

Allt fæst í kaupfélaginu
Fréttir 30. júlí 2024

Allt fæst í kaupfélaginu

Ólíkt því sem áður var eru verslanir í eigu kaupfélaga orðnar sjaldgæfar. Á Hvam...

Stórþörungar í matvæli
Fréttir 29. júlí 2024

Stórþörungar í matvæli

Verkefninu Seafoodture, um stórþörunga í matvæli, hefur verið hleypt af stokkunu...

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...