Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Meðalneysla um 20 kíló
Fréttir 24. nóvember 2015

Meðalneysla um 20 kíló

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýlegri skýrslu Rannsóknar­miðstöðvar Háskólans á Akur­eyri, sem kallast Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings, þar sem fjallað er um stöðu innanlandsmarkaðar fyrir sauðfjárafurðir, segir að í dag sé meðalneysla landsmanna á kindakjöti um 20 kíló á ári.

Neysla á kjöti hefur breyst mikið undanfarna áratugi og hefur neysla á kindakjöti dregist saman en neysla á alifugla- og svínakjöti aukist.

Kindakjöt hefur hækkað

„Árið 1993 var lambakjöt ódýrasta kjötið á markaðnum en árið 2014 var það dýrara en svína- og alifuglakjöt og var nær nautakjöti í verði ásamt unninni kjötvöru en svína- og alifuglakjöti.“

Viðkvæmt fyrir verðbreytingum

Aukin innflutningur og breyttar matarvenjur hafa minnkað neyslu kindakjöts. Margt bendir til að eftirspurn eftir lambakjöti sé næmari fyrir verðbreytingum annarra kjöttegunda en breytingum á kindakjötinu sjálfu. Samkvæmt því sem segir í skýrslunni hafa auknar tekjur almennings tilhneigingu til að auka eftirspurn eftir kindakjöti.

Niðurstaða kafla skýrslunnar sem fjallar um eftirspurn eftir lambakjöti innanlands er að það sé óverðteygin, jafnvel verulega óverðteygin, vara en á saman tíma að markaðurinn þoli einhverja hækkun á verði lambakjöts.

Greiðslur til bænda

Tekjur af kindakjöti til bænda koma úr tveimur áttum. Annars vegar greiðslur sláturhúsanna fyrir innlegg og hins vegar stuðningur ríkisins. Samkvæmt skýrslunni var skipting skilaverðs til bænda árið 2012 52% beingreiðslur frá ríkinu en 48% frá sláturhúsi. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...