Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Meðalneysla um 20 kíló
Fréttir 24. nóvember 2015

Meðalneysla um 20 kíló

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýlegri skýrslu Rannsóknar­miðstöðvar Háskólans á Akur­eyri, sem kallast Markmið og forsendur sauðfjárræktarsamnings, þar sem fjallað er um stöðu innanlandsmarkaðar fyrir sauðfjárafurðir, segir að í dag sé meðalneysla landsmanna á kindakjöti um 20 kíló á ári.

Neysla á kjöti hefur breyst mikið undanfarna áratugi og hefur neysla á kindakjöti dregist saman en neysla á alifugla- og svínakjöti aukist.

Kindakjöt hefur hækkað

„Árið 1993 var lambakjöt ódýrasta kjötið á markaðnum en árið 2014 var það dýrara en svína- og alifuglakjöt og var nær nautakjöti í verði ásamt unninni kjötvöru en svína- og alifuglakjöti.“

Viðkvæmt fyrir verðbreytingum

Aukin innflutningur og breyttar matarvenjur hafa minnkað neyslu kindakjöts. Margt bendir til að eftirspurn eftir lambakjöti sé næmari fyrir verðbreytingum annarra kjöttegunda en breytingum á kindakjötinu sjálfu. Samkvæmt því sem segir í skýrslunni hafa auknar tekjur almennings tilhneigingu til að auka eftirspurn eftir kindakjöti.

Niðurstaða kafla skýrslunnar sem fjallar um eftirspurn eftir lambakjöti innanlands er að það sé óverðteygin, jafnvel verulega óverðteygin, vara en á saman tíma að markaðurinn þoli einhverja hækkun á verði lambakjöts.

Greiðslur til bænda

Tekjur af kindakjöti til bænda koma úr tveimur áttum. Annars vegar greiðslur sláturhúsanna fyrir innlegg og hins vegar stuðningur ríkisins. Samkvæmt skýrslunni var skipting skilaverðs til bænda árið 2012 52% beingreiðslur frá ríkinu en 48% frá sláturhúsi. 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...