Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Brasilía notar 27 tegundir illgresis- og skordýraeiturs sem eru bannaðar í Evrópu.
Brasilía notar 27 tegundir illgresis- og skordýraeiturs sem eru bannaðar í Evrópu.
Fréttir 22. nóvember 2022

Mercosur-samningurinn úr frystinum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Eftir rúmlega 20 ára samninga­viðræður náði Evrópusambandið viðskiptasamningi við Argentínu, Brasilíu, Paragvæ og Úrúgvæ, svokallað Mercosur­bandalag, í júní árið 2019.

Lula da Silva, forseti Brasilíu.

Samningurinn nær til svæða með yfir 780 milljónum íbúa og var hluti af víðtækari samstarfssamningi milli svæðanna tveggja. Niðurstöður kosninganna í Brasilíu í lok október síðastliðinn, þar sem Lula da Silva fór með sigur af hólmi, gæti breytt ýmsu í samskiptum Mercosurbandalagsins við Evrópusambandið þegar kemur að landbúnaði.

Mercosur-samningnum var ætlað að treysta pólitískt og efnahagslegt samstarf ásamt því að skapa umtalsverð tækifæri fyrir sjálfbæran vöxt á báða bóga, virða umhverfið og varðveita hagsmuni neytenda og viðkvæmra atvinnugreina.

Kosningarnar í Brasilíu, sem haldnar voru 30. október síðastliðinn, voru sögulegar að mörgu leyti og munu hafa áhrif langt út fyrir landamæri landsins. Fyrir Evrópusambandið er litið á kosningar Lula da Silva sem merki um að hægt verði að taka viðskiptasamning þess við Mercosur úr frystinum, en þrátt fyrir að þrjú ár séu frá undirritun hans hefur hann ekki enn tekið fullt gildi.

Skiptar skoðanir á mikilvægi samningsins

Ástæða þess að samningurinn er ekki að fullu gildur er vegna þess að nokkur aðildarríki gáfu skýrt til kynna á Evrópuþinginu að þau gætu ekki stutt samninginn vegna umtalsverðra neikvæðra áhrifa á landbúnaðarmarkað ESB og umhverfið. Nú velta aðilar fyrir sér hvort ákveðnir þingmenn og aðildarríki muni skyndilega breyta skoðun sinni vegna þess hvar nýkjörinn forseti Brasilíu stendur í pólitíkinni. Talið er að brýn þörf sé fyrir ESB, sérstaklega eftir að stríð braust út í Úkraínu, að finna ný viðskiptatækifæri og innleiða núverandi samninga. Andstæðingar samningsins segja að með staðfestingu Mercosur- samkomulagsins sé sjálfbærum landbúnaði í Evrópu stefnt í enn meiri hættu en áður, þar sem bændur og landbúnaðarsamvinnufélög fái of lítið vægi.

Evrópusamtök bænda óska eftir skýrum svörum

Evrópusamtök bænda, Copa Cogeca, óska nú eftir viðbrögðum vegna úrslitanna í Brasilíu og segja ekki nægilegt að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins haldi því fram að tilskipunin um eyðingu skóga sem hefur áhrif á innfluttar vörur, sem samþykkt var af Evrópuþinginu í september 2022, styrki eftirlitsleiðir og sjálfbærni samningsins. Það sé fjarri því að leysa mörg vandamál þessa samnings þegar kemur að landbúnaði. Copa Cogeca bendir sérstaklega á þrjú atriði sem framkvæmdastjórninni hefur ekki tekist að veita viðunandi viðbrögð á þeim þremur árum sem liðin eru frá því að samningurinn var undirritaður. Eftirfarandi atriði óska forsvarsmenn Copa Cogeca eftir skýrum svörum við:

1. Samkomulag í ójafnvægi, evrópskum landbúnaði í óhag.

Þrátt fyrir aðgang að vörum ESB, eins og víni, mjólkurvörum, ólífuolíu, ákveðnum tegundum ávaxta og grænmetis, er Mercosur- samningurinn í ójafnvægi í landbúnaðarkaflanum, sérstaklega fyrir viðkvæmar landbúnaðargreinar eins og nautakjöt, alifugla, hrísgrjón, appelsínusafa, sykur og etanól. Sé litið til nautakjötsgeirans óttast menn að samningsvaldið fari úr höndum evrópskra bænda yfir á stóru fyrirtækin í Mercosur- löndunum.

2. Uppsöfnuð áhrif sem eru ósjálfbær til lengri tíma litið.

Evrópskir bændur hafa áhyggjur af því að erfitt sé að mæla áhrif allra þeirra samninga sem þegar hafa verið undirritaðir af ESB. Þessar áhyggjur hafa verið staðfestar með rannsóknum sem framkvæmdastjórnin hefur framkvæmt og snúa að áhrifum viðskiptasamninga með landbúnaðarvörur. Sem dæmi mun árlegur innflutningur í alifuglageiranum frá löndum Mercosur jafngilda árlegri samanlagðri framleiðslu Danmerkur, Finnlands og Svíþjóðar.

3. Tvöfalt siðgæði ESB.

Árið 2019 hefði samningurinn gert bændum í Evrópusambandinu erfiðara fyrir með því að beita tvöföldu siðferði á milli þess sem er bannað í ESB og þess sem er þolað í innflutningi til sambandsins. Sykurrófugeirinn er gott dæmi en með samningnum mun Evrópa flytja inn sykur og etanól sem standast ekki framleiðslustaðla sambandsins á nokkurn hátt. Brasilía notar 27 tegundir illgresis- og skordýraeiturs sem eru bannaðar í Evrópu. Frá samkomulaginu árið 2019 sjá Evrópusamtökin ákveðna reglugerðarflóðbylgju þróast í ESB með vinnu við græna samninginn (Green Deal). Tugir reglugerðarverkefna sem hafa áhrif á landbúnað eru nú til umræðu í Brussel um endurheimt náttúru, líffræðilegan fjölbreytileika, losun frá iðnaði, notkun plöntuverndarvara, dýravelferðar og svo framvegis. Stríðið í Úkraínu hefur haft djúpstæð áhrif á matvælaframleiðslu í ESB, sérstaklega hvað varðar kostnaðarliðinn, þar sem áburðar- og orkumarkaðurinn hefur fundið áþreifanlega fyrir ástandinu. Copa Cogeca fordæmir harðlega að framkvæmdastjórnin hafi ekki enn tekið til umræðu inn í græna samninginn hvaða áhrif stríðið hefur á landbúnað í ríkjum Evrópusambandsins. Með átökunum í Úkraínu gæti ein afleiðingin orðið sú að Mercosur-ríkin sjái samkeppnishæfni sína styrkjast. Með hliðsjón af þessu muni innleiðing græna samningsins geta aukið bilið enn frekar í stöðlum sem gilda um ESB og Mercosur- bændurna. Þetta bil sé óviðunandi fyrir evrópska framleiðendur og Mercosur-samningurinn muni aðeins auka á þetta vandamál þar sem samningurinn var hannaður mörgum árum áður en græni samningurinn var innleiddur og stríðið í Úkraínu braust út. Sérhver tilraun framkvæmdastjórnarinnar til að þvinga fram samþykkt samningsins sé því hneyksli og geti skapað hættulegt fordæmi fyrir landbúnað í ESB.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...