Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Bærinn Urriðaá í Miðfirði.
Bærinn Urriðaá í Miðfirði.
Mynd / smh
Fréttir 25. ágúst 2023

Miðfjarðarbændur kærðir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur kært bændur á tveimur bæjum í Miðfirði fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis.

Hafði þeim verið gert að afhenda stofnuninni kindur sem þeir fengu frá Urriðaá, þar sem allt fé var skorið niður vegna riðutilfellis sem var staðfest í hjörðinni.

Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir norðvesturumdæmis Matvælastofnunar, segir að samkvæmt þeirra heimildum sé um að ræða 14 kindur á Neðra-Núpi og lömb þeirra, en einn hrút á Barkarstöðum. „Við förum fram á að bændur afhendi allt fé og þeirra afkomendur, sem hafa verið á Urriðaá eftir haustið 2020, hvort sem það er fleira eða færra fé en lýst er eftir.

Heilsu dýra stefnt í hættu

Álítur Matvælastofnun að með því að hafna því að afhenda féð, stofni bændurnir ekki aðeins heilsu dýra sinna í hættu heldur einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra sem hefur samgang við þeirra fé. Samkvæmt dýrasjúkdómalögum sé refsivert að brjóta gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt lögum.

Forsaga málsins er að Matvælastofnun féllst á andmæli bænda í maí við því að afhenda gripina á sauðburðartíma.

Í lok maí náðist samkomulag við flesta sauðfjárbændur í Miðfjarðar- hólfi um að afhending á gripum sem voru komnir frá Urriðaá yrði ekki síðar en 19. júní.

Grunsamlegar kindur

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur Matvælastofnunar, segir að andmælin sem komu síðar frá bæjunum tveimur hafi snúið að þeirri skoðun Matvælastofnunar að telja fullfrískar kindur „grunsamlegar“ í skilningi reglugerðar um útrýmingu á riðuveiki. Í reglugerðinni komi fram að Matvælastofnun sé heimilt á hvaða árstíma sem er að fyrirskipa förgun kinda sem sýktar eru af riðu eða teljast „grunsamlegar“. Í andmælunum hafi því verið haldið fram að til að kind teljist „grunsamleg“ þurfi hún að sýna einkenni sjúkdómsins.

Það hafi ekki verið hægt að fallast á þessi rök og bændum bent á að fyrir hendi væri grunur um að þessar tilteknu kindur væru hugsanlega sýktar af riðu og þær teldust þar með grunsamlegar.

Einar segir að þær hefðu að sönnu ekki sýnt klínísk einkenni og vonandi væru þær ekki sýktar, en eina leiðin til þess að fá úr því skorið væri að fella þær og taka sýni úr heila.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...