Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bærinn Urriðaá í Miðfirði.
Bærinn Urriðaá í Miðfirði.
Mynd / smh
Fréttir 25. ágúst 2023

Miðfjarðarbændur kærðir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur kært bændur á tveimur bæjum í Miðfirði fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis.

Hafði þeim verið gert að afhenda stofnuninni kindur sem þeir fengu frá Urriðaá, þar sem allt fé var skorið niður vegna riðutilfellis sem var staðfest í hjörðinni.

Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir norðvesturumdæmis Matvælastofnunar, segir að samkvæmt þeirra heimildum sé um að ræða 14 kindur á Neðra-Núpi og lömb þeirra, en einn hrút á Barkarstöðum. „Við förum fram á að bændur afhendi allt fé og þeirra afkomendur, sem hafa verið á Urriðaá eftir haustið 2020, hvort sem það er fleira eða færra fé en lýst er eftir.

Heilsu dýra stefnt í hættu

Álítur Matvælastofnun að með því að hafna því að afhenda féð, stofni bændurnir ekki aðeins heilsu dýra sinna í hættu heldur einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra sem hefur samgang við þeirra fé. Samkvæmt dýrasjúkdómalögum sé refsivert að brjóta gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt lögum.

Forsaga málsins er að Matvælastofnun féllst á andmæli bænda í maí við því að afhenda gripina á sauðburðartíma.

Í lok maí náðist samkomulag við flesta sauðfjárbændur í Miðfjarðar- hólfi um að afhending á gripum sem voru komnir frá Urriðaá yrði ekki síðar en 19. júní.

Grunsamlegar kindur

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur Matvælastofnunar, segir að andmælin sem komu síðar frá bæjunum tveimur hafi snúið að þeirri skoðun Matvælastofnunar að telja fullfrískar kindur „grunsamlegar“ í skilningi reglugerðar um útrýmingu á riðuveiki. Í reglugerðinni komi fram að Matvælastofnun sé heimilt á hvaða árstíma sem er að fyrirskipa förgun kinda sem sýktar eru af riðu eða teljast „grunsamlegar“. Í andmælunum hafi því verið haldið fram að til að kind teljist „grunsamleg“ þurfi hún að sýna einkenni sjúkdómsins.

Það hafi ekki verið hægt að fallast á þessi rök og bændum bent á að fyrir hendi væri grunur um að þessar tilteknu kindur væru hugsanlega sýktar af riðu og þær teldust þar með grunsamlegar.

Einar segir að þær hefðu að sönnu ekki sýnt klínísk einkenni og vonandi væru þær ekki sýktar, en eina leiðin til þess að fá úr því skorið væri að fella þær og taka sýni úr heila.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...