Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Bærinn Urriðaá í Miðfirði.
Bærinn Urriðaá í Miðfirði.
Mynd / smh
Fréttir 25. ágúst 2023

Miðfjarðarbændur kærðir

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Matvælastofnun hefur kært bændur á tveimur bæjum í Miðfirði fyrir að hundsa fyrirmæli yfirdýralæknis.

Hafði þeim verið gert að afhenda stofnuninni kindur sem þeir fengu frá Urriðaá, þar sem allt fé var skorið niður vegna riðutilfellis sem var staðfest í hjörðinni.

Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir norðvesturumdæmis Matvælastofnunar, segir að samkvæmt þeirra heimildum sé um að ræða 14 kindur á Neðra-Núpi og lömb þeirra, en einn hrút á Barkarstöðum. „Við förum fram á að bændur afhendi allt fé og þeirra afkomendur, sem hafa verið á Urriðaá eftir haustið 2020, hvort sem það er fleira eða færra fé en lýst er eftir.

Heilsu dýra stefnt í hættu

Álítur Matvælastofnun að með því að hafna því að afhenda féð, stofni bændurnir ekki aðeins heilsu dýra sinna í hættu heldur einnig heilsu sauðfjár í eigu annarra sem hefur samgang við þeirra fé. Samkvæmt dýrasjúkdómalögum sé refsivert að brjóta gegn fyrirmælum gefnum samkvæmt lögum.

Forsaga málsins er að Matvælastofnun féllst á andmæli bænda í maí við því að afhenda gripina á sauðburðartíma.

Í lok maí náðist samkomulag við flesta sauðfjárbændur í Miðfjarðar- hólfi um að afhending á gripum sem voru komnir frá Urriðaá yrði ekki síðar en 19. júní.

Grunsamlegar kindur

Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur Matvælastofnunar, segir að andmælin sem komu síðar frá bæjunum tveimur hafi snúið að þeirri skoðun Matvælastofnunar að telja fullfrískar kindur „grunsamlegar“ í skilningi reglugerðar um útrýmingu á riðuveiki. Í reglugerðinni komi fram að Matvælastofnun sé heimilt á hvaða árstíma sem er að fyrirskipa förgun kinda sem sýktar eru af riðu eða teljast „grunsamlegar“. Í andmælunum hafi því verið haldið fram að til að kind teljist „grunsamleg“ þurfi hún að sýna einkenni sjúkdómsins.

Það hafi ekki verið hægt að fallast á þessi rök og bændum bent á að fyrir hendi væri grunur um að þessar tilteknu kindur væru hugsanlega sýktar af riðu og þær teldust þar með grunsamlegar.

Einar segir að þær hefðu að sönnu ekki sýnt klínísk einkenni og vonandi væru þær ekki sýktar, en eina leiðin til þess að fá úr því skorið væri að fella þær og taka sýni úr heila.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...