Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Haraldur Gunnar (t.v.) og Guðmar Jón eru hæstánægðir með viðtökurnar á nýju kjötvinnslunni þeirra á Hellu enda brosa þeir breitt alla daga.
Haraldur Gunnar (t.v.) og Guðmar Jón eru hæstánægðir með viðtökurnar á nýju kjötvinnslunni þeirra á Hellu enda brosa þeir breitt alla daga.
Mynd / Magnús Hlynur Hreiðarssson
Fréttir 7. nóvember 2018

Mikið að gera í úrbeiningu fyrir bændur

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Félagarnir og frændurnir Guð­mar Jón Tómasson og Har­aldur Gunnar Helgason, sem báðir eru undan Eyjafjöllunum, opnuðu í haust kjötvinnslu á Hellu sem heitir „Villt og alið“. Auk þess að vera með verslun og gistingu fyrir ferðamenn í fimm herbergjum á efri hæð hússins. Kjötvinnslan hefur gengið ótrúlega vel. 
 
„Já, það hefur verið allt vitlaust að gera frá því að við opnuðum og móttökurnar  hafa verið æðislegar, við áttum aldrei von á þessu,“ segir Guðmar Jón. Félagarnir bjóða upp á úrbeiningu og pökkun á kjöti af nautgripum, hrossum, lömbum og hreindýrum.
 
Ánægðir viðskiptavinir er besta auglýsingin sem Haraldur Gunnar og Guðmar Jón segjast fá. Hér eru tvær hressar húsmæður sem versla mikið hjá þeim.
 
Auk þess flytja þeir inn gæða krydd frá Þýskalandi, ásamt því að selja svínakjöt frá Korngrísi í Laxárdal í kjötborðinu sínu. „Við  heyrum ekki annað en að fólk sé mjög ánægt með vörurnar okkar í kjötborðinu enda erum við að fá fólk víða að af Suðurlandi til okkar og af höfuðborgarsvæðinu sem er alveg frábært, það spyrst út hvað kjötið okkar er gott, það er besta auglýsingin,“ segir Haraldur Gunnar. Verslunin er opin alla virka  daga frá 10.00 til 18.00 og á laugardögum frá 10.00 til 14.00.
 
Kryddið í versluninni þykir einstak­lega gott og þægilegt í notkun enda eru strákarnir að springa úr monti að hafa það í sölu hjá sér beint frá Þýskalandi.

5 myndir:

Bleik slær Íslandsmet
Fréttir 25. nóvember 2024

Bleik slær Íslandsmet

Kýrin Bleik 995 á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd hefur mjólkað mest allra íslensk...

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...