Mikið flutt inn af krísantemum
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða/umsókna þeirra, Garðheima – Gróðurvara, Græns markaðar ehf. og Samasem.
Tilboðsfrestur í tollkvóta á blómum vegna seinni hluta ársins 2020, sbr. reglugerð nr. 1076/2019. rann út 13. maí síðastliðinn. Um er að ræða sérstaklega þá vöruliði tollskrár sem eiga annars við um kjöt og hins vegar garðyrkjuafurðir, einkum plöntur og grænmeti. Niðurstöður um úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir tímabilið 1. júlí til 31. desember 2020 liggja fyrir.
Þrjú tilboð bárust í tollkvóta fyrir tryggðablóm ( krísantemum) í tollskrárnúmeri (0603.1400), samtals 12.000 stykkið á meðalverðinu 48 krónur stykkið. Hæsta boð var 50 krónur stykkið en lægsta boð var 40 krónur stykkið. Tilboði var tekið frá tveimur fyrirtækjum í tollkvóta fyrir innflutning á 6.500 stykkjum á jafnvægisverðinu 49 krónur stykkið.