Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikil ánægja með markaðsátak Icelandic lamb og Markaðsráðs kindakjöts
Fréttir 9. október 2017

Mikil ánægja með markaðsátak Icelandic lamb og Markaðsráðs kindakjöts

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Unnið hefur verið að sérstöku átaki á vegum Icelandic lamb ehf. sem er í eigu LS og Markaðsráðs kinda­kjöts um að auka sölu á lambakjöti á innan­lands­mark­aði. Virðast sauðfjár­bændur almennt vera mjög ánægðir með það framtak ef marka má könnun Lands­samtaka sauðfjárbænda. 
 
Icelandic lamb hefur tekist að fá um 100 veitingastaði um allt land til liðs við sig á undanförnum mánuðum til að auka kynningu og sýnileika íslensks lambakjöts fyrir gesti veitingastaðanna. Er mælanleg verulega söluaukning á kindakjöti vegna þessa. Er það sem  nemur um 25% að meðaltali á hvert veitingahús sem þátt hefur tekið í átakinu. 
 
Spurt var: Telur þú skynsamlegt að halda áfram að leitast við að selja lambakjöt til erlendra ferðamanna á Íslandi?
 
Í könnun LS var spurt hvort bændur teldu skynsamlegt að halda áfram að leitast við að selja lambakjöt til erlendra ferðamanna á Íslandi. Var svarið við þeirri spurningu mjög afdráttarlaust. Þannig töldu um 97,6% það mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis tæplega 1% töldu það mjög eða frekar óskynsamlegt. 
 
Telur þú skynsamlegt að halda áfram útflutningi á kindakjöti?
 
Í könnuninni var einnig spurt um hvort skynsamlegt væri að halda áfram útflutningi á kindakjöti. Þar kom fram að um 79% sauðfjárbænda telja slíkt mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis 2,6% telja það mjög óskynsamlegt og 6,5% telja það frekar óskynsamlegt. 
 
Greinilegt er af niðurstöðum úr þessum tveim spurningum að sauðfjárbændur eru mjög ánægðir með framgöngu Icelandic lamb í markaðsmálum á sauðfjárafurðum. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...