Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Mikil ánægja með markaðsátak Icelandic lamb og Markaðsráðs kindakjöts
Fréttir 9. október 2017

Mikil ánægja með markaðsátak Icelandic lamb og Markaðsráðs kindakjöts

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Unnið hefur verið að sérstöku átaki á vegum Icelandic lamb ehf. sem er í eigu LS og Markaðsráðs kinda­kjöts um að auka sölu á lambakjöti á innan­lands­mark­aði. Virðast sauðfjár­bændur almennt vera mjög ánægðir með það framtak ef marka má könnun Lands­samtaka sauðfjárbænda. 
 
Icelandic lamb hefur tekist að fá um 100 veitingastaði um allt land til liðs við sig á undanförnum mánuðum til að auka kynningu og sýnileika íslensks lambakjöts fyrir gesti veitingastaðanna. Er mælanleg verulega söluaukning á kindakjöti vegna þessa. Er það sem  nemur um 25% að meðaltali á hvert veitingahús sem þátt hefur tekið í átakinu. 
 
Spurt var: Telur þú skynsamlegt að halda áfram að leitast við að selja lambakjöt til erlendra ferðamanna á Íslandi?
 
Í könnun LS var spurt hvort bændur teldu skynsamlegt að halda áfram að leitast við að selja lambakjöt til erlendra ferðamanna á Íslandi. Var svarið við þeirri spurningu mjög afdráttarlaust. Þannig töldu um 97,6% það mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis tæplega 1% töldu það mjög eða frekar óskynsamlegt. 
 
Telur þú skynsamlegt að halda áfram útflutningi á kindakjöti?
 
Í könnuninni var einnig spurt um hvort skynsamlegt væri að halda áfram útflutningi á kindakjöti. Þar kom fram að um 79% sauðfjárbænda telja slíkt mjög eða frekar skynsamlegt. Einungis 2,6% telja það mjög óskynsamlegt og 6,5% telja það frekar óskynsamlegt. 
 
Greinilegt er af niðurstöðum úr þessum tveim spurningum að sauðfjárbændur eru mjög ánægðir með framgöngu Icelandic lamb í markaðsmálum á sauðfjárafurðum. 
Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...