Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Margir vilja flytja og eiga heima í Flóahreppi en þar er ekkert af lausu húsnæði eins og staðan er í dag en það stendur allt til bóta.
Margir vilja flytja og eiga heima í Flóahreppi en þar er ekkert af lausu húsnæði eins og staðan er í dag en það stendur allt til bóta.
Mynd / MHH
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnunúsnæði í Flóahreppi. Unnið er að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi.

Hulda Kristjánsdóttir, sveitarstjóri Flóahrepps, segir að um þessar mundir viti hún ekki um neitt leiguhúsnæði eða íbúðir til sölu í hreppnum og þær jarðir sem fara á sölu seljist líka fljótt.

„Það er verið að vinna að deiliskipulagstillögu fyrir ný hverfi í hreppnum og í farvatninu eru búgarða- og íbúðabyggðir á fleiri stöðum í sveitarfélaginu og mjög spennandi að sjá hvað verður. Fólk er að sjá mikil tækifæri í nýju brúarstæði yfir Ölfusá og bættum samgöngum í Ölfusinu á milli Hveragerðis og Selfoss.

Með þessum bættu samgöngum er Flóahreppur enn eftirsóknarverðara sveitarfélag til búsetu og fólk horfir til þeirra búsetuskilyrða sem fylgja því að setjast að rétt fyrir utan þéttbýlið þ.e friðsældar, fámennis, náttúru, umferðaröryggis, góðra skóla og fleiri þátta,“ segir Hulda alsæl með mikinn áhuga fólks að flytja í sveitarfélagið.

Skylt efni: byggingarlóðir

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...