Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Land­ssambands smábátaeigenda.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Land­ssambands smábátaeigenda.
Fréttir 28. júní 2021

Mikil vonbrigði með ráðgjöf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábáta­eigenda, segir að ráðgjöf Haf­rannsóknastofnunar sé mikil vonbrigði og í framhaldinu verði að hækka verð á þorski.

„Stofnunin leggur til að aflamagn í þorski sé lækkað annað árið í röð og það eru mikil vonbrigði,“ segir Örn, og skerðingin samanlagt 50 þúsund tonn, eða 18,4% á þessum tveimur árum.“

Örn segir að skerðing af þessu tagi sé eitthvað sem ekki nokkur maður sem sækir sjóinn á miðunum við Ísland gæti ímyndað sér að mundi gerast. „Það er búið að fara eftir aflareglu stjórnvalda í langan tíma og ekki örlað á því að það væri verið að veiða umfram ráðgjöf. Menn hafa því treyst á að veiðarnar væru í lagi.“ Spár um horfur í dag sem gefnar voru í skýrslu Hafró 2020 eru ígildi þess að um stökbreytingu hafi verið að ræða. Hrygningarstofninn er nú mældur 361 þúsund tonn sem spáð var í fyrra að yrði um hálf milljón tonna. Veiðistofn átti að vera 1.211 þúsund tonn í ár en er nú mældur 941 þúsund tonn.

Ósamsæmi við það sem áður hefur komið fram

„Sjálfur lít ég svo á að niðurstaða mælinganna í ár og skýringar Hafrannsóknastofnunar kalli á viðamikla skoðun á málinu því skerðingin samræmist ekki því sem komið hefur fram áður. Ég hef reyndar heyrt það hjá okkar félagsmönnum að veiðar á þorski hafi verið aðeins tregari og á sumum svæðum erfiðara að ná skammtinum á strandveiðum jafnframt að það hafi minnkað aðeins á línuveiðum. En þó engan veginn eins mikið og ætla mætti samkvæmt niðurstöðu Hafró.“
Verðum að hækka verðið

„Möguleg leið til að bregðast við svo mikilli skerðingu er að hafa aflaregluna sveigjanlega en ekki fasta. Þar á ég við sem dæmi að í staðinn fyrir að hún sé föst 20% þá gæti hún verið á bilinu 18 til 22% og þannig svigrúm til að draga úr og auka veiðarnar eftir því hvernig árar.
Ég tel þó fyrst og fremst að við eigum að sækja fram, mæta skerðingunni núna með því að tilkynna kaupendum verðhækkun á þorski á þeim forsendum að við séum að fara eftir strangri vísindalegri ráðgjöf til verndunar þorskstofnsins og af þeim sökum sé nauðsynlegt að hækka verðið,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, að lokum.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...