Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Að námskeiði loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.
Að námskeiði loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.
Fréttir 11. janúar 2022

Mikill áhugi á námskeiði í úrbeiningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það er mikill áhugi fyrir þessu námskeiði,“ segir Hilmar Valur Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga, en auglýst námskeið í úrbeiningu sem haldið var í Matsmiðjunni á Laugum á dögunum bókaðist hratt.

Því var brugðið á það ráð að bæta við öðru sem einnig seldist upp á skömmum tíma. Þátttakendur koma af öllu starfssvæði Þekkingarnetsins, þeir sem eru lengst að komnir aka úr Þistilfirði til að sækja námskeiðið.

Jónas Þórólfsson fer yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki.

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þeir Jónas Þórólfsson, kjötiðnaðarmaður, slátrari og bóndi á Syðri-Leikskálaá og Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmeistari, gæðastjóri hjá Kjarnafæði/Norðlenska.

Báðir hafa þeir starfað um árabil í kjötiðnaði og þekkja hann út og inn. Þeir reka saman hlutafélagið Frávik sem stendur fyrir margs konar námskeiðum á því sviði.

Rúnar Ingi Guðjónsson, annar af tveimur kennurum á námskeiðinu.
Hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína

Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki, farið yfir nýtingu, hreinlæti og pökkun og að því loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk, auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.

Námskeiðið hentar þeim sem vilja afla sér þekkingar á vinnslu og frágangi afurða, m.a. þeim sem stefna á heimavinnslu afurða.

Þeir Jónas og Rúnar segja námskeiðshelgina hafa gengið vonum framar og þeir viti ekki betur en þátttakendur hafi farið virkilega glaðir heim. Vegna mikils áhuga stendur til að Þekkingarnet Þingeyinga efni til fleiri námskeiða síðar.

Skylt efni: kjötvinnsla | úrbeining

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...